Wiesmann gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2013 13:15 Þýski ofursportbílaframleiðandinn Wiesmann hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Kemur það ef til vill fáum á óvart en fyrirtækið hefur ekki kynnt nýjan bíl í mörg herrans ár heldur haldið sig við gamla útlitshönnun bíla sinna. Bílar Wiesmann hafa engu að síður vakið aðdáun bílaáhugmanna, enda engir aumingjar þar á ferð. Wiesmann hefur framleitt um 200 bíla á ári á undanförnum árum. Þeir hafa verið með BMW vélar og nýjustu árgerðirnar hafa verið með 547 hestaflabúnt undir húddinu. Bæði götubíllinn GT MF5 og keppnisakstursbíllinn GT MF4-CS hafa skartað þeirri vél og bílarnir því æði snarpir, en götubíllinn er 3,9 sekúndur í hundraðið. Það eru bræðurnir Martin og Friedhelm Wiesmann sem stofnuðu fyrirtækið árið 1985, en nú gæti 28 ára sögu þess verið lokið. Kannski kaupir einhver loðinn um lófana sig inn í fyrirtækið og kemur því frá gjaldþroti, en greiðslustöðvun er nú oftast undanfari þess. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þýski ofursportbílaframleiðandinn Wiesmann hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Kemur það ef til vill fáum á óvart en fyrirtækið hefur ekki kynnt nýjan bíl í mörg herrans ár heldur haldið sig við gamla útlitshönnun bíla sinna. Bílar Wiesmann hafa engu að síður vakið aðdáun bílaáhugmanna, enda engir aumingjar þar á ferð. Wiesmann hefur framleitt um 200 bíla á ári á undanförnum árum. Þeir hafa verið með BMW vélar og nýjustu árgerðirnar hafa verið með 547 hestaflabúnt undir húddinu. Bæði götubíllinn GT MF5 og keppnisakstursbíllinn GT MF4-CS hafa skartað þeirri vél og bílarnir því æði snarpir, en götubíllinn er 3,9 sekúndur í hundraðið. Það eru bræðurnir Martin og Friedhelm Wiesmann sem stofnuðu fyrirtækið árið 1985, en nú gæti 28 ára sögu þess verið lokið. Kannski kaupir einhver loðinn um lófana sig inn í fyrirtækið og kemur því frá gjaldþroti, en greiðslustöðvun er nú oftast undanfari þess.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira