Kínversk eftirherma VW Taigun Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2013 11:15 Sá kínverski og fyrirmyndin Kínverjar hafa gegnum tíðina verið ansi grófir við að stela hönnun annarra, hvort sem það er í bílaiðnaðinum eða annarri framleiðslu. Jiangsu Lake Motors í Kína hefur þó gengið ansi langt með því að sækja um einkaleyfi fyrir þessum bíl í heimalandinu, en hann er svo til alger eftirmynd af jepplingi sem Volkswagen vinnur nú að en er ekki enn kominn í sölu. Frá flestum hliðum er sá kínverski hreinlega alveg eins og sá þýski, þó síst að framan. Kínverska fyrirtækið ætlar að setja þessa eftirhermu á markað árið 2016. Það sem þykir einna sérstakast við þessa óskammfeilnu aðgerð kínverska framleiðandans er að það skuli nú reyna að sækjast eftir einkaleyfi á vinnu annarra og einnig að það gerir fyrirtækið áður en fyrirmyndin er komin á markað. Búast má við því að Volkswagen kæri kínverska framleiðandann fyrir þjófnað á útliti Taigun. Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent
Kínverjar hafa gegnum tíðina verið ansi grófir við að stela hönnun annarra, hvort sem það er í bílaiðnaðinum eða annarri framleiðslu. Jiangsu Lake Motors í Kína hefur þó gengið ansi langt með því að sækja um einkaleyfi fyrir þessum bíl í heimalandinu, en hann er svo til alger eftirmynd af jepplingi sem Volkswagen vinnur nú að en er ekki enn kominn í sölu. Frá flestum hliðum er sá kínverski hreinlega alveg eins og sá þýski, þó síst að framan. Kínverska fyrirtækið ætlar að setja þessa eftirhermu á markað árið 2016. Það sem þykir einna sérstakast við þessa óskammfeilnu aðgerð kínverska framleiðandans er að það skuli nú reyna að sækjast eftir einkaleyfi á vinnu annarra og einnig að það gerir fyrirtækið áður en fyrirmyndin er komin á markað. Búast má við því að Volkswagen kæri kínverska framleiðandann fyrir þjófnað á útliti Taigun.
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent