Anna ekki eftispurn í Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2013 15:00 Ford Fiesta ST er að slá í gegn Snemma á þessu ári setti Ford á markað sportútgáfu hins vinsæla Fiesta bíls. Honum hefur verið mjög vel tekið í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar hafði Ford áætlað að selja um 5.000 slíka bíla í ár, en á fyrstu 5 mánuðunum sem hann hefur verið á markaði hafa selst 3.000 bílar svo fyrirtækið þarf að spýta í lófana og auka við framleiðslu bílsins. Bretar hafa keypt 56% allrar sölunnar í Evrópu, en í Bandaríkjunum er meiningin að selja um 10.000 Ford Fiesta ST í ár. Athygli vekur einnig að kaupendur bílsins eru ekki hræddir við liti því 45% þeirra hafa verið gulir eða bláir. Ford Fiesta ST er með 1,6 lítra EcoBoost bensínvél sem skilar 197 hestöflum og er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið. Hægt er að fá bílinn bæði þriggja og fimm dyra. Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Snemma á þessu ári setti Ford á markað sportútgáfu hins vinsæla Fiesta bíls. Honum hefur verið mjög vel tekið í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar hafði Ford áætlað að selja um 5.000 slíka bíla í ár, en á fyrstu 5 mánuðunum sem hann hefur verið á markaði hafa selst 3.000 bílar svo fyrirtækið þarf að spýta í lófana og auka við framleiðslu bílsins. Bretar hafa keypt 56% allrar sölunnar í Evrópu, en í Bandaríkjunum er meiningin að selja um 10.000 Ford Fiesta ST í ár. Athygli vekur einnig að kaupendur bílsins eru ekki hræddir við liti því 45% þeirra hafa verið gulir eða bláir. Ford Fiesta ST er með 1,6 lítra EcoBoost bensínvél sem skilar 197 hestöflum og er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið. Hægt er að fá bílinn bæði þriggja og fimm dyra.
Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent