BMW i8 eyðir 2,5 l. en er 4,5 sek. í hundraðið Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 10:45 BMW i8 Rafmagnssportbíllinn BMW i8 verður hálfgert undratæki ef tölur frá BMW reynast réttar. Hann á aðeins að eyða 2,5 lítrum af eldsneyti á hverja 100 ekna kílómetra, en er engu að síður mjög öflugur bíll sem skartar miklu alfi. Bíllinn er langt kominn að framleiðslu og ganga BMW menn svo langt að segja að hann verði framsæknasti sportbíll heimsins nú um mundir. Ekki er víst að Porsche samþykki það svo auðveldlega þegar eins stutt er í útkomu Porsche 918 Spider bílsins. Hann er tvinnbíll eins og BMW i8, þ.e. bæði með hefðbundna vél og öflugar rafhlöður. BMW i8 er sérlega léttur bíll sem aðallega er smíðaður úr áli og trefjablöndum. Afl hans, bæði frá rafhlöðum og brunavél er samtals 350 hestöfl. Hann kemur á markað á næsta ári og er búist við því að verð hans verði kringum 15 milljónir króna í heimalandinu Þýskalandi. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Rafmagnssportbíllinn BMW i8 verður hálfgert undratæki ef tölur frá BMW reynast réttar. Hann á aðeins að eyða 2,5 lítrum af eldsneyti á hverja 100 ekna kílómetra, en er engu að síður mjög öflugur bíll sem skartar miklu alfi. Bíllinn er langt kominn að framleiðslu og ganga BMW menn svo langt að segja að hann verði framsæknasti sportbíll heimsins nú um mundir. Ekki er víst að Porsche samþykki það svo auðveldlega þegar eins stutt er í útkomu Porsche 918 Spider bílsins. Hann er tvinnbíll eins og BMW i8, þ.e. bæði með hefðbundna vél og öflugar rafhlöður. BMW i8 er sérlega léttur bíll sem aðallega er smíðaður úr áli og trefjablöndum. Afl hans, bæði frá rafhlöðum og brunavél er samtals 350 hestöfl. Hann kemur á markað á næsta ári og er búist við því að verð hans verði kringum 15 milljónir króna í heimalandinu Þýskalandi.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira