Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 3-0 | Tíu stiga forskot Sigmar Sigfússon á Samsung-vellinum skrifar 8. ágúst 2013 17:17 Mynd/Daníel Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum. Stjörnuliðið jók forskot sitt um tvö stig þar sem að Breiðablik tapaði fyrir Val á sama tíma. Það styttist því í það að Stjörnuliðið fari að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið er búið að vinna alla ellefu deildarleiki sína í sumar. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 69. mínútu, hennar þrettánda í Pepsi-deildinni, og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði síðan annað markið með skalla eftir aukaspyrnu Dönka Podovac á 76. mínútu. Harpa innsiglaði sigurinn á lokamínútunni eftir laglegan einleik. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur í upphafi og liðin lengi að finna taktinn. Veðrið setti strik í reikninginn og sendingar rötuðu illa á samherja. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn nánast skuldlausan. Pressan að marki Þór/KA var ansi stíf á köflum og engu líkara að aðeins eitt lið væri inn á vellinum. Norðanstúlkur vörðust þó vel og átti markmaður þeirra, Victoria Alanzo, frábæran leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu Stjörnustúlkur uppteknum hætti og sóttu stíft á Þór/KA. Þær norðlensku komu sér þó ögn meira inn í leikinn þegar leið á. Það var svo á 69. mínútu leiksins sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var að verki landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir en hún leik laglega á vörn Þórs/KA og skoraði fínt mark. Annað markið í leiknum skoraði Stjarnan einnig. Það kom upp úr aukaspyrnu á 76. mínútu sem var alveg við hornfánan. Danka Podovac sendi boltann inn í teig og hin unga Glódís Perla Viggósdóttir kom á fleygi ferð og skallaði í markið. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. En Stjörnustúlkur voru ekki saddar og Harpa skoraði sitt annað mark og þriðja mark leiksins á 90. mínútu. Stjörnustúlkur eru enn taplausar í Pepsi-deild kvenna og styrkti stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Harpa: Við erum að einbeita okkur að stóra titlinumHarpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði tvö mörk. „Ég er hrikalega sátt við liðið. Við höfum verið í vandræðum með Þór/KA á heimavelli þannig að við erum gríðalega sáttar með þrjú stig hérna í kvöld,“ sagði Harpa. „Við erum að taka þrjú stig af liði sem er í efstu 5. sætunum í deild sem færir okkur enn nær markmiði okkar,“ sagði Harpa og bætti við „Það var mjög fúlt að tapa fyrir þeim í bikarnum og ég var ekki með í þeim leik sem var enn verra. Við erum auðvitað að einbeita okkur að stóra titlinum og tókum stórt skref í átt að honum í kvöld," sagði Harpa að lokum. Jóhann Kristinn: Gáfum þeim of mörg færi„Þegar þú færð á þig mark þá brotnar eitthvað og það gerðist svo sannarlega hérna í kvöld. Við vorum að verjast ágætlega á tímabili en fyrri hálfleikur leit hræðilega út fyrir okkur þó svo að ekkert mark hafi komið,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. „Þær voru að sækja og við ætluðum að leyfa þeim það en gáfum þeim helst til of mörg færi á okkur,“ sagði Jóhann. „Mér fannst þær standa sig vel á löngum köflum í leiknum. Það komu inn stelpur sem hafa ekkert spilað í sumar og stöðu sig ágætlega ásamt góðum leik hjá Victoriu í markinu. Það er það sem við tökum út úr þessum leik hérna í kvöld.“ Sagði Jóhann að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira
Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum. Stjörnuliðið jók forskot sitt um tvö stig þar sem að Breiðablik tapaði fyrir Val á sama tíma. Það styttist því í það að Stjörnuliðið fari að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið er búið að vinna alla ellefu deildarleiki sína í sumar. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 69. mínútu, hennar þrettánda í Pepsi-deildinni, og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði síðan annað markið með skalla eftir aukaspyrnu Dönka Podovac á 76. mínútu. Harpa innsiglaði sigurinn á lokamínútunni eftir laglegan einleik. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur í upphafi og liðin lengi að finna taktinn. Veðrið setti strik í reikninginn og sendingar rötuðu illa á samherja. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn nánast skuldlausan. Pressan að marki Þór/KA var ansi stíf á köflum og engu líkara að aðeins eitt lið væri inn á vellinum. Norðanstúlkur vörðust þó vel og átti markmaður þeirra, Victoria Alanzo, frábæran leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu Stjörnustúlkur uppteknum hætti og sóttu stíft á Þór/KA. Þær norðlensku komu sér þó ögn meira inn í leikinn þegar leið á. Það var svo á 69. mínútu leiksins sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var að verki landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir en hún leik laglega á vörn Þórs/KA og skoraði fínt mark. Annað markið í leiknum skoraði Stjarnan einnig. Það kom upp úr aukaspyrnu á 76. mínútu sem var alveg við hornfánan. Danka Podovac sendi boltann inn í teig og hin unga Glódís Perla Viggósdóttir kom á fleygi ferð og skallaði í markið. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. En Stjörnustúlkur voru ekki saddar og Harpa skoraði sitt annað mark og þriðja mark leiksins á 90. mínútu. Stjörnustúlkur eru enn taplausar í Pepsi-deild kvenna og styrkti stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Harpa: Við erum að einbeita okkur að stóra titlinumHarpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði tvö mörk. „Ég er hrikalega sátt við liðið. Við höfum verið í vandræðum með Þór/KA á heimavelli þannig að við erum gríðalega sáttar með þrjú stig hérna í kvöld,“ sagði Harpa. „Við erum að taka þrjú stig af liði sem er í efstu 5. sætunum í deild sem færir okkur enn nær markmiði okkar,“ sagði Harpa og bætti við „Það var mjög fúlt að tapa fyrir þeim í bikarnum og ég var ekki með í þeim leik sem var enn verra. Við erum auðvitað að einbeita okkur að stóra titlinum og tókum stórt skref í átt að honum í kvöld," sagði Harpa að lokum. Jóhann Kristinn: Gáfum þeim of mörg færi„Þegar þú færð á þig mark þá brotnar eitthvað og það gerðist svo sannarlega hérna í kvöld. Við vorum að verjast ágætlega á tímabili en fyrri hálfleikur leit hræðilega út fyrir okkur þó svo að ekkert mark hafi komið,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. „Þær voru að sækja og við ætluðum að leyfa þeim það en gáfum þeim helst til of mörg færi á okkur,“ sagði Jóhann. „Mér fannst þær standa sig vel á löngum köflum í leiknum. Það komu inn stelpur sem hafa ekkert spilað í sumar og stöðu sig ágætlega ásamt góðum leik hjá Victoriu í markinu. Það er það sem við tökum út úr þessum leik hérna í kvöld.“ Sagði Jóhann að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki