Chevrolet Spark EV með meira tog en Ferrari 458 Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 08:45 Rafmagnsútgáfan af smábílnum Chevrolet Spark hefur meiri toggetu en sportbíllinn öflugi Ferrari 458 eða 400 pund/fet. Rafmagnsútgáfa Spark verður í fyrstu bara í boði í fylkjum Kaliforníu og Oregon í Bandaríkjunum. Spark EV er hægt að hlaða að 80% hleðslu á aðeins 20 mínútum og hann hefur 130 kílómetra drægni. Bíllinn er 138 hestöfl og tekur sprettinn í hundraðið á 7,6 sekúndum og því ansi frískur smábíll þar á ferð. Að undanskildum 100.000 dollara bílsins Tesla Model S er Spark EV sneggsti rafrmagnsbíllinn sem seldur er nú og er hann umtalsvert fljótari en Nissan Leaf og Chevrolet Volt. Kannski mun BMW i3, sem kynntur verður á næstu vikum, velgja honum undir uggum á þessu sviði. Verð bílsins er aðeins 2,35 milljónir króna þar vestra eftir að endurgreiðslur ríkisins hafa verið dregnar frá kaupverðinu, þar sem hann mengar ekki neitt. Sala bílsins hófst í síðasta mánuði og fór bærilega af stað. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent
Rafmagnsútgáfan af smábílnum Chevrolet Spark hefur meiri toggetu en sportbíllinn öflugi Ferrari 458 eða 400 pund/fet. Rafmagnsútgáfa Spark verður í fyrstu bara í boði í fylkjum Kaliforníu og Oregon í Bandaríkjunum. Spark EV er hægt að hlaða að 80% hleðslu á aðeins 20 mínútum og hann hefur 130 kílómetra drægni. Bíllinn er 138 hestöfl og tekur sprettinn í hundraðið á 7,6 sekúndum og því ansi frískur smábíll þar á ferð. Að undanskildum 100.000 dollara bílsins Tesla Model S er Spark EV sneggsti rafrmagnsbíllinn sem seldur er nú og er hann umtalsvert fljótari en Nissan Leaf og Chevrolet Volt. Kannski mun BMW i3, sem kynntur verður á næstu vikum, velgja honum undir uggum á þessu sviði. Verð bílsins er aðeins 2,35 milljónir króna þar vestra eftir að endurgreiðslur ríkisins hafa verið dregnar frá kaupverðinu, þar sem hann mengar ekki neitt. Sala bílsins hófst í síðasta mánuði og fór bærilega af stað.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent