Toyota naumlega stærstir Finnur Thorlacius skrifar 27. júlí 2013 12:38 Forstjóri Toyota Nú þegar sölutölur fyrir fyrri helming ársins liggja fyrir sést að enn er Toyota stærsti bílaframleiðandi í heimi, en mjög litlu munar á Toyota og General Motors. Toyota seldi 4,91 milljón bíla frá janúar til júní í ár, en General Motors 4,85 milljón bíla. Þarna munar því um 60.000 seldum bílum, en munurinn var aðeins 10.000 bílar á öðrum ársfjórðungi. Sala Toyota dróst saman um 1,2% frá sama tíma í fyrra en sala GM jókst um 4%. Ef sama þróun heldur áfram út árið mun General Motors verða söluhæst á árinu. Dræm sala Toyota bíla í Kína á stærstan þátt í því að dregur á milli bílaframleiðandanna. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen AG samstæðan seldi 4,7 milljón bíla svo ekki munar miklu á þremur stærstu framleiðendunum. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nú þegar sölutölur fyrir fyrri helming ársins liggja fyrir sést að enn er Toyota stærsti bílaframleiðandi í heimi, en mjög litlu munar á Toyota og General Motors. Toyota seldi 4,91 milljón bíla frá janúar til júní í ár, en General Motors 4,85 milljón bíla. Þarna munar því um 60.000 seldum bílum, en munurinn var aðeins 10.000 bílar á öðrum ársfjórðungi. Sala Toyota dróst saman um 1,2% frá sama tíma í fyrra en sala GM jókst um 4%. Ef sama þróun heldur áfram út árið mun General Motors verða söluhæst á árinu. Dræm sala Toyota bíla í Kína á stærstan þátt í því að dregur á milli bílaframleiðandanna. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen AG samstæðan seldi 4,7 milljón bíla svo ekki munar miklu á þremur stærstu framleiðendunum.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira