Tesla á Nasdaq Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 15:15 Tesla Model S Wall Street Journal greinir frá því að rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sé á leið á Nasdaq listann í kauphöllinni í New York. Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle er á leið útaf listanum og við sæti þess tekur Tesla. Tesla er orðið verðmeira félag en margur annar bílaframleiðandinn eftir að hlutabréf í fyrirtækinu hafa tekið risastökk árinu og vaxið um meira en 200% og er nú verðmetið á 14,4 milljarða dollara. Kaup almennings í félaginu er engu að síður mjög áhættusöm þar sem verðmatið á fyrirtækinu nú endurspegla þær væntingar sem gerðar eru til þess á næstu árum. Verðmat hlutabréfanna er mörg hundruð sinnum sá hagnaður sem Tesla birti, í fyrsta sinn réttu megin við núllið, í síðasta uppgjöri þess. Minnir hlutabréfaverð þess á hugbúnaðarbóluna sem grasseraði fyrir nokkrum árum og margir fóru flatt á. Þó voru fæstir þeir sviknir sem fjárfestu í bréfum Microsoft og Apple. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Wall Street Journal greinir frá því að rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sé á leið á Nasdaq listann í kauphöllinni í New York. Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle er á leið útaf listanum og við sæti þess tekur Tesla. Tesla er orðið verðmeira félag en margur annar bílaframleiðandinn eftir að hlutabréf í fyrirtækinu hafa tekið risastökk árinu og vaxið um meira en 200% og er nú verðmetið á 14,4 milljarða dollara. Kaup almennings í félaginu er engu að síður mjög áhættusöm þar sem verðmatið á fyrirtækinu nú endurspegla þær væntingar sem gerðar eru til þess á næstu árum. Verðmat hlutabréfanna er mörg hundruð sinnum sá hagnaður sem Tesla birti, í fyrsta sinn réttu megin við núllið, í síðasta uppgjöri þess. Minnir hlutabréfaverð þess á hugbúnaðarbóluna sem grasseraði fyrir nokkrum árum og margir fóru flatt á. Þó voru fæstir þeir sviknir sem fjárfestu í bréfum Microsoft og Apple.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira