Hæsta bílverð á uppboði Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2013 11:57 Mercedes Benz W196R sem Juan Manuel Fangio ók Aldrei hefur fengist hærra verð fyrir bíl á uppboði en þennan sem hér sést. Bíllinn er keppnisbíll Juan Manuel Fangio frá árinu 1954 sem hann keppti á í Grand Prix mótaröðinni og er af gerðinni Mercedes Benz W196R. Fyrir þennan bíl fengust 3,65 milljarðar króna á Bonhams uppboðinu í bílahátíðinni Goodwood Festival of Speed í Bretlandi í gær. Verð hans sló þó ekki út hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir bíl í einkasölu, 4,3 milljarða króna. Það verð var greitt fyrir 1962 árgerðina af Ferrari GTO sem byggður var fyrir Sterling Moss og áttu þau viðskipti sér stað í fyrra. Þetta há verð sem greitt var í gær fyrir Mercedes bílinn er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir Formula 1 bíl og líka fyrir nokkurn Mercedes Benz bíl. Hæsta verð sem fyrir viðskiptin í gær hefur verið greitt fyrir bíl á uppboði var fyrir frumgerð Ferrari 250 TR árgerð 1957, en sá bíll fór á rétt rúma tvo milljarða króna árið 2011. Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent
Aldrei hefur fengist hærra verð fyrir bíl á uppboði en þennan sem hér sést. Bíllinn er keppnisbíll Juan Manuel Fangio frá árinu 1954 sem hann keppti á í Grand Prix mótaröðinni og er af gerðinni Mercedes Benz W196R. Fyrir þennan bíl fengust 3,65 milljarðar króna á Bonhams uppboðinu í bílahátíðinni Goodwood Festival of Speed í Bretlandi í gær. Verð hans sló þó ekki út hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir bíl í einkasölu, 4,3 milljarða króna. Það verð var greitt fyrir 1962 árgerðina af Ferrari GTO sem byggður var fyrir Sterling Moss og áttu þau viðskipti sér stað í fyrra. Þetta há verð sem greitt var í gær fyrir Mercedes bílinn er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir Formula 1 bíl og líka fyrir nokkurn Mercedes Benz bíl. Hæsta verð sem fyrir viðskiptin í gær hefur verið greitt fyrir bíl á uppboði var fyrir frumgerð Ferrari 250 TR árgerð 1957, en sá bíll fór á rétt rúma tvo milljarða króna árið 2011.
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent