Mótorhjólamaður bjargar kaffibollanum Finnur Thorlacius skrifar 15. júlí 2013 09:15 Hann var með athyglisgáfuna í lagi mótorhjólamaðurinn Nate Bos í Utah fylki í Bandaríkjunum um daginn og myndaði allt í leiðinni. Hann er á rúntinum að njóta mótorhjóls síns þegar hann tekur eftir því að kaffibolli er ofan á afturstuðara jeppa sem fyrir framan hann er. Hann gerir sér lítið fyrir, ekur aftan að bílnum og grípur kaffibollann áður en hann dettur af stuðaranum. Því næst ekur hann að hlið ökumanns jeppans, sem er kona og afhendir henni bollann við mikla furðu hennar og þakklæti. Það er ekki alveg á allra færi að leika þetta eftir en fimi hans á hjólinu lætur þetta líta út fyrir að vera mikill hægðarleikur. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Hann var með athyglisgáfuna í lagi mótorhjólamaðurinn Nate Bos í Utah fylki í Bandaríkjunum um daginn og myndaði allt í leiðinni. Hann er á rúntinum að njóta mótorhjóls síns þegar hann tekur eftir því að kaffibolli er ofan á afturstuðara jeppa sem fyrir framan hann er. Hann gerir sér lítið fyrir, ekur aftan að bílnum og grípur kaffibollann áður en hann dettur af stuðaranum. Því næst ekur hann að hlið ökumanns jeppans, sem er kona og afhendir henni bollann við mikla furðu hennar og þakklæti. Það er ekki alveg á allra færi að leika þetta eftir en fimi hans á hjólinu lætur þetta líta út fyrir að vera mikill hægðarleikur.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira