VW Golf TDI BlueMotion sá sparneytnasti Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2013 14:15 Volkswagen Golf BlueMotion er 15% sparneytnari en forverinn Nýjasta útfærsla VW Golf bílsins, BlueMotion er 15% sparneytnari en forverinn og var hann þó sparneytinn mjög. Þessi árangur hefur gert þennan bíl að einum þeim sparneytnasta sem knúinn er venjulegri vél er ekki nýtur aðstoðar annarrar tækni, svo sem Hybrid eða rafmagns. Hann eyðir litlum 3,2 lítrum að sögn Volkswagen og þar sem hann er með 50 lítra eldsneytistank dugar það honum til 1.500 kílómetra aksturs. Hann skilar sínu hámarksafli, 108 hestöflum á snúningssviðinu 1.500 til 3.000. Það sem aðgreinar þennan BlueMotion bíl er til dæmis lækkuð yfirbygging, vindkljúfur á þaki og loftkæling á grillinu sem opnast og lokast eftir þörfum. Vélin er tengd sex gíra beinskiptingu. Þrátt fyrir þessa litlu eyðslu er hann enginn letingi og fer í hundraðið á 10,5 sekúndum. Bíllinn kemur á 15 tommu álfelgum og er til dæmis útbúinn búnaði sem leggur sjálfur í stæði. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nýjasta útfærsla VW Golf bílsins, BlueMotion er 15% sparneytnari en forverinn og var hann þó sparneytinn mjög. Þessi árangur hefur gert þennan bíl að einum þeim sparneytnasta sem knúinn er venjulegri vél er ekki nýtur aðstoðar annarrar tækni, svo sem Hybrid eða rafmagns. Hann eyðir litlum 3,2 lítrum að sögn Volkswagen og þar sem hann er með 50 lítra eldsneytistank dugar það honum til 1.500 kílómetra aksturs. Hann skilar sínu hámarksafli, 108 hestöflum á snúningssviðinu 1.500 til 3.000. Það sem aðgreinar þennan BlueMotion bíl er til dæmis lækkuð yfirbygging, vindkljúfur á þaki og loftkæling á grillinu sem opnast og lokast eftir þörfum. Vélin er tengd sex gíra beinskiptingu. Þrátt fyrir þessa litlu eyðslu er hann enginn letingi og fer í hundraðið á 10,5 sekúndum. Bíllinn kemur á 15 tommu álfelgum og er til dæmis útbúinn búnaði sem leggur sjálfur í stæði.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira