Audi A3 sedan á að höfða til tækniglaðra Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2013 08:45 Audi A3 sedan Evrópubúar eru almennt hrifnari af stallbökum eins og hefðbundinn Audi A3 er, en í Bandaríkjunum og Kína er fólk hrifnara af sedan útfærslu bíla. Því er Audi vandi á höndum að láta nýjan A3 í sedan útfærslu ganga í augun á Evrópubúum. Það munu þeir hinsvegar ætla að gera með tækninýjungum. Bíllinn verður útbúinn 4G tengingu og innbyggða Wi-Fi tengingu. Þetta mun veita farþegum bílsins möguleika á að nýta sér kosti Google Street View, upplýsingar um umferð og tafir, Facebook, Twitter, möguleikann til að spila tónlist beint af netinu og jafnvel hlust á nýjustu textaskilaboð eða tölvupóst. Þannig verður A3 sedan best búni bíll Audi að þessu leiti. Audi vonast til þess að sedan útfærsla bílsins muni nema 40% af allri sölu A3 og að nýjir kaupendur hans verði fólk sem ekki endilega hafi hugsað sér að kaupa bíl með skotti. Nýi bíllinn er framleiddur í Gyor í Ungverjalandi fyrir Evrópumarkað og hönnun hans og breyting verksmiðjunnar kostaði Audi 900 milljón Evrur, eða 146 milljarða króna. Það er eins gott að þeir selji eitthvað af honum. Hann verður líka framleiddur í verksmiðju Volkswagen grúppunnar í Foshan í Guangdong héraði í Kína og verða þeir bílar seldir í Asíu. Í Evrópu verður bíllinn með 1,4 og 1,8 lítra bensínvélar, 140 og 180 hestafla. Í lok ársins munu bætast við 1,4 og 1,6 lítra bensínsvélar sem skila 105 og 122 hestöflum. 2,0 lítra dísilvél, 184 hestöfl. Fjórhjóladrif mun einnig bjóðast í enda árs. Síðast útgáfa bílsins verður síðan S3 með 300 hestafla bensínvél. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Evrópubúar eru almennt hrifnari af stallbökum eins og hefðbundinn Audi A3 er, en í Bandaríkjunum og Kína er fólk hrifnara af sedan útfærslu bíla. Því er Audi vandi á höndum að láta nýjan A3 í sedan útfærslu ganga í augun á Evrópubúum. Það munu þeir hinsvegar ætla að gera með tækninýjungum. Bíllinn verður útbúinn 4G tengingu og innbyggða Wi-Fi tengingu. Þetta mun veita farþegum bílsins möguleika á að nýta sér kosti Google Street View, upplýsingar um umferð og tafir, Facebook, Twitter, möguleikann til að spila tónlist beint af netinu og jafnvel hlust á nýjustu textaskilaboð eða tölvupóst. Þannig verður A3 sedan best búni bíll Audi að þessu leiti. Audi vonast til þess að sedan útfærsla bílsins muni nema 40% af allri sölu A3 og að nýjir kaupendur hans verði fólk sem ekki endilega hafi hugsað sér að kaupa bíl með skotti. Nýi bíllinn er framleiddur í Gyor í Ungverjalandi fyrir Evrópumarkað og hönnun hans og breyting verksmiðjunnar kostaði Audi 900 milljón Evrur, eða 146 milljarða króna. Það er eins gott að þeir selji eitthvað af honum. Hann verður líka framleiddur í verksmiðju Volkswagen grúppunnar í Foshan í Guangdong héraði í Kína og verða þeir bílar seldir í Asíu. Í Evrópu verður bíllinn með 1,4 og 1,8 lítra bensínvélar, 140 og 180 hestafla. Í lok ársins munu bætast við 1,4 og 1,6 lítra bensínsvélar sem skila 105 og 122 hestöflum. 2,0 lítra dísilvél, 184 hestöfl. Fjórhjóladrif mun einnig bjóðast í enda árs. Síðast útgáfa bílsins verður síðan S3 með 300 hestafla bensínvél.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira