Opel Insignia "Allroad“ Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2013 08:45 Opel ætlar að taka þátt í samkeppninni um kaupendur sem kjósa fólksbíla sem hæfir eru til utanvegaakstur, líkt og Audi Allroad bílarnir. Opel mun kynna Opel Insignia Country Tourer til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessi bíll mun standa hærra frá vegi en venjulegi Insignia bíllinn, vera fjórhjóladrifinn og fá öflugar vélar. Í boði verða 250 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. bensínvél, 163 og 195 hestafla 2,0 l. dísilvélar sem einnig verða með forþjöppu. Í útliti svipar þessi nýja Insignia til Audi Allroad bílanna, með áberandi brettaköntum, stærri dekkjum, tvöföldu pústkerfi og varnarhlífum bæði að framan og aftan sem taka eiga við grjótkasti við erfiðari aðstæður. Með þessu nýja útspili, sem og nýja jepplingnum Mokka er Opel greinilega að fikra sig meira inná markaðinn fyrir bíla sem geta glímt við ófærur, en Opel hefur ekki verið mikið þekkt fyrir slíka bíla áður. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Opel ætlar að taka þátt í samkeppninni um kaupendur sem kjósa fólksbíla sem hæfir eru til utanvegaakstur, líkt og Audi Allroad bílarnir. Opel mun kynna Opel Insignia Country Tourer til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessi bíll mun standa hærra frá vegi en venjulegi Insignia bíllinn, vera fjórhjóladrifinn og fá öflugar vélar. Í boði verða 250 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. bensínvél, 163 og 195 hestafla 2,0 l. dísilvélar sem einnig verða með forþjöppu. Í útliti svipar þessi nýja Insignia til Audi Allroad bílanna, með áberandi brettaköntum, stærri dekkjum, tvöföldu pústkerfi og varnarhlífum bæði að framan og aftan sem taka eiga við grjótkasti við erfiðari aðstæður. Með þessu nýja útspili, sem og nýja jepplingnum Mokka er Opel greinilega að fikra sig meira inná markaðinn fyrir bíla sem geta glímt við ófærur, en Opel hefur ekki verið mikið þekkt fyrir slíka bíla áður.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira