Opel Insignia "Allroad“ Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2013 08:45 Opel ætlar að taka þátt í samkeppninni um kaupendur sem kjósa fólksbíla sem hæfir eru til utanvegaakstur, líkt og Audi Allroad bílarnir. Opel mun kynna Opel Insignia Country Tourer til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessi bíll mun standa hærra frá vegi en venjulegi Insignia bíllinn, vera fjórhjóladrifinn og fá öflugar vélar. Í boði verða 250 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. bensínvél, 163 og 195 hestafla 2,0 l. dísilvélar sem einnig verða með forþjöppu. Í útliti svipar þessi nýja Insignia til Audi Allroad bílanna, með áberandi brettaköntum, stærri dekkjum, tvöföldu pústkerfi og varnarhlífum bæði að framan og aftan sem taka eiga við grjótkasti við erfiðari aðstæður. Með þessu nýja útspili, sem og nýja jepplingnum Mokka er Opel greinilega að fikra sig meira inná markaðinn fyrir bíla sem geta glímt við ófærur, en Opel hefur ekki verið mikið þekkt fyrir slíka bíla áður. Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent
Opel ætlar að taka þátt í samkeppninni um kaupendur sem kjósa fólksbíla sem hæfir eru til utanvegaakstur, líkt og Audi Allroad bílarnir. Opel mun kynna Opel Insignia Country Tourer til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessi bíll mun standa hærra frá vegi en venjulegi Insignia bíllinn, vera fjórhjóladrifinn og fá öflugar vélar. Í boði verða 250 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. bensínvél, 163 og 195 hestafla 2,0 l. dísilvélar sem einnig verða með forþjöppu. Í útliti svipar þessi nýja Insignia til Audi Allroad bílanna, með áberandi brettaköntum, stærri dekkjum, tvöföldu pústkerfi og varnarhlífum bæði að framan og aftan sem taka eiga við grjótkasti við erfiðari aðstæður. Með þessu nýja útspili, sem og nýja jepplingnum Mokka er Opel greinilega að fikra sig meira inná markaðinn fyrir bíla sem geta glímt við ófærur, en Opel hefur ekki verið mikið þekkt fyrir slíka bíla áður.
Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent