Fiat eykur hlut sinn í Chrysler um 3,3% Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 10:45 Sergio Marchionne forstjóri Fiat Enn eykur Fiat við eignarhald sitt á bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler og er það nú komið í 68,5%. Fiat, sem kom Chrysler tl hjálpar er fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots, hefur leyfi til þess að kaupa upp fimmtung í einu af eignarhaldi því í Chrysler sem sjúkrasjóður starfsfólks í bílaiðnaði á, á 6 mánaða fresti. Muni Fiat nýta sér þann rétt hverju sinni verður 20% eignahlutur sjóðsins alfarið kominn til Fiat árið 2016. Þessi hlutur nú er ekki ókeypis, því fyrir hann borgar Fiat 255 milljónir dollara, eða tæplega 32 milljarða króna. Fiat hefur eins og er ekki leyfi til að flytja fjármagn á milli Chrysler og Fiat, en ef áætlanir Fiat að eignast Chrysler að fullu ganga eftir, breytist það. Því er róið að því öllum árum hjá Sergio Marchionne, forstjóra Fiat, að kaupa upp Chrysler sem fyrst. Fiat tapaði 114 milljörðum króna á starfsemi sinni í Evrópu í fyrra á meðan Chrysler græddi 212 milljarða. Því eru áætlanir Marchionne skiljanlegar. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Enn eykur Fiat við eignarhald sitt á bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler og er það nú komið í 68,5%. Fiat, sem kom Chrysler tl hjálpar er fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots, hefur leyfi til þess að kaupa upp fimmtung í einu af eignarhaldi því í Chrysler sem sjúkrasjóður starfsfólks í bílaiðnaði á, á 6 mánaða fresti. Muni Fiat nýta sér þann rétt hverju sinni verður 20% eignahlutur sjóðsins alfarið kominn til Fiat árið 2016. Þessi hlutur nú er ekki ókeypis, því fyrir hann borgar Fiat 255 milljónir dollara, eða tæplega 32 milljarða króna. Fiat hefur eins og er ekki leyfi til að flytja fjármagn á milli Chrysler og Fiat, en ef áætlanir Fiat að eignast Chrysler að fullu ganga eftir, breytist það. Því er róið að því öllum árum hjá Sergio Marchionne, forstjóra Fiat, að kaupa upp Chrysler sem fyrst. Fiat tapaði 114 milljörðum króna á starfsemi sinni í Evrópu í fyrra á meðan Chrysler græddi 212 milljarða. Því eru áætlanir Marchionne skiljanlegar.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent