Svona á ekki að fara í búðir Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 12:56 Fæstir eiga vafalaust von á búðargestum eins og þessum sem ók inní verslun eina í Ástralíu á mikilli ferð. Blessunarlega varð enginn fyrir bílnum en eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan er einmitt einn viðskiptavinur verslunarinnar nákvæmlega á þeim stað sem bílinn fer um 5 sekúndum áður. Einnig munar engu að bíllinn aki á aðra konu sem var nógu innarlega í búðinni og hörfar að auki. Fyrir vikið sleppur hún bæði við bílinn og hillusamstæðu sem kastast af bílnum. Samkvæmt heimildum var ökumaður bílsins í eldri kantinum og hafði víst brugðið mjög við aðfarir annars bílstjóra á nærliggjandi bílastæði. Hann brá þó öllu fleirum með viðbrögðum sínum, sem ekki eru til eftirbreytni. Svona á ekki að fara í búðir! Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fæstir eiga vafalaust von á búðargestum eins og þessum sem ók inní verslun eina í Ástralíu á mikilli ferð. Blessunarlega varð enginn fyrir bílnum en eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan er einmitt einn viðskiptavinur verslunarinnar nákvæmlega á þeim stað sem bílinn fer um 5 sekúndum áður. Einnig munar engu að bíllinn aki á aðra konu sem var nógu innarlega í búðinni og hörfar að auki. Fyrir vikið sleppur hún bæði við bílinn og hillusamstæðu sem kastast af bílnum. Samkvæmt heimildum var ökumaður bílsins í eldri kantinum og hafði víst brugðið mjög við aðfarir annars bílstjóra á nærliggjandi bílastæði. Hann brá þó öllu fleirum með viðbrögðum sínum, sem ekki eru til eftirbreytni. Svona á ekki að fara í búðir!
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira