Nýr lítill Lexus jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2013 11:53 Lekið hafa út myndir af nýjum bíl frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Við fyrstu sýn gæti þessi bíll verið næsta kynslóð Lexus CT 200h, en ef betur er að gáð sést að hann er hærri frá vegi og á stærri dekkjum svo þarna er kominn nýr bíll sem teygir sig í átt að jepplingum. Rýmar það ágætlega við þá staðreynd að Lexus hefur nú þegar skráð einkaleyfi fyrir heitunum NX 200t og NX 300h. Mun þessi nýi bíll því líklega bera þau nöfn, en NX 200t verður að vonum búinn 2,0 lítra túrbínuvél og NX 300h fær vafalaust 2,5 lítra vélina og Hybrid tækni sem finna má í ES 300h bílnum. Heimildir herma að þessi nýi bíll verði fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári og hann gæti einnig dúkkað upp á bílasýningunni í Tokyo. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Lekið hafa út myndir af nýjum bíl frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Við fyrstu sýn gæti þessi bíll verið næsta kynslóð Lexus CT 200h, en ef betur er að gáð sést að hann er hærri frá vegi og á stærri dekkjum svo þarna er kominn nýr bíll sem teygir sig í átt að jepplingum. Rýmar það ágætlega við þá staðreynd að Lexus hefur nú þegar skráð einkaleyfi fyrir heitunum NX 200t og NX 300h. Mun þessi nýi bíll því líklega bera þau nöfn, en NX 200t verður að vonum búinn 2,0 lítra túrbínuvél og NX 300h fær vafalaust 2,5 lítra vélina og Hybrid tækni sem finna má í ES 300h bílnum. Heimildir herma að þessi nýi bíll verði fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári og hann gæti einnig dúkkað upp á bílasýningunni í Tokyo.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira