Hjón létu lífið við að leggja bíl í Kína Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2013 11:45 Frá slysstaðnum í bílastæðahúsinu. Þau gerast vart grátlegri slysin en þetta. Fá banaslys verða þegar fólk er að bakka bílum sínum í bílastæði, en það var raunin í þessu tilfelli. Kínversk hjón, sem voru með 6 ára dóttur sína í bílnum, brösuðu við að koma bíl sínum fyrir á bílastæði í bílkjallara í Ningbo borg. Konan var undir stýri en hún hafði nýverið fengið ökuskírteini sitt. Eiginmaðurinn brá á það ráð að ráðleggja spúsu sinni við lagninguna og fór aftur fyrir bílinn og gaf henni góð ráð. Þau ráð dugðu skammt því frúin fór alltof lang og klemmdi eiginmanninn upp við vegg. Hún áttaði sig á misgjörðum sínum við öskur eiginmannsins og huggðist bjarga málum, en þá fyrst fór allt úr böndunum. Hún hélt sig hafa skipt bílnum til að fara áfram og botnaði hann, en ekki vildi betur til en að hún var ennþá í bakkgír og nú klemmdist eiginmaðurinn svo mikið að hann dó samstundis. Það sem verra var að á meðan hún gerði þetta stakk hún höfðinu út um opinn gluggann og klemmdi höfuðið svo illa milli bílsins og hliðarveggs að hún dó einnig af áverkum sínum. Þessa hörmulega slys varð því þess valdandi að dóttirin í aftursætinu varð á örskotsstundu foreldralaus. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent
Þau gerast vart grátlegri slysin en þetta. Fá banaslys verða þegar fólk er að bakka bílum sínum í bílastæði, en það var raunin í þessu tilfelli. Kínversk hjón, sem voru með 6 ára dóttur sína í bílnum, brösuðu við að koma bíl sínum fyrir á bílastæði í bílkjallara í Ningbo borg. Konan var undir stýri en hún hafði nýverið fengið ökuskírteini sitt. Eiginmaðurinn brá á það ráð að ráðleggja spúsu sinni við lagninguna og fór aftur fyrir bílinn og gaf henni góð ráð. Þau ráð dugðu skammt því frúin fór alltof lang og klemmdi eiginmanninn upp við vegg. Hún áttaði sig á misgjörðum sínum við öskur eiginmannsins og huggðist bjarga málum, en þá fyrst fór allt úr böndunum. Hún hélt sig hafa skipt bílnum til að fara áfram og botnaði hann, en ekki vildi betur til en að hún var ennþá í bakkgír og nú klemmdist eiginmaðurinn svo mikið að hann dó samstundis. Það sem verra var að á meðan hún gerði þetta stakk hún höfðinu út um opinn gluggann og klemmdi höfuðið svo illa milli bílsins og hliðarveggs að hún dó einnig af áverkum sínum. Þessa hörmulega slys varð því þess valdandi að dóttirin í aftursætinu varð á örskotsstundu foreldralaus.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent