Fór á fótboltaleik og lenti í brúðkaupi Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2013 10:30 Hvar í heiminum er mögulegt að fara á fjörugan fótboltaleik og í hálfleik dúkka upp brúðhjón sem láta gefa sig saman á miðju vallarins. Jú, í bílaborginni Detroit. Þetta upplifðu einmitt þeir 2.000 áhorfendur sem sáu háskólaleik þar um daginn. Brúðguminn var í skotapilsi og brúðurin í hvítum kjól yfir skotapilsi. Eftir að fyrri hálfleik lauk fór allt í einu að hljóma "lets get married" frá hluta áhorfenda og síðan hófst athöfnin við mikinn fögnuð allra áhorfenda. Brúðhjónin eru forfallnir aðdáendur knattspyrnuliðsins sem lék og fannst þessi staður því einkar viðeigandi. Í myndskeiðinu að ofan sést brúðkaupið, en myndgæðin eru ekki mikil og fjarlægðin nokkur. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Hvar í heiminum er mögulegt að fara á fjörugan fótboltaleik og í hálfleik dúkka upp brúðhjón sem láta gefa sig saman á miðju vallarins. Jú, í bílaborginni Detroit. Þetta upplifðu einmitt þeir 2.000 áhorfendur sem sáu háskólaleik þar um daginn. Brúðguminn var í skotapilsi og brúðurin í hvítum kjól yfir skotapilsi. Eftir að fyrri hálfleik lauk fór allt í einu að hljóma "lets get married" frá hluta áhorfenda og síðan hófst athöfnin við mikinn fögnuð allra áhorfenda. Brúðhjónin eru forfallnir aðdáendur knattspyrnuliðsins sem lék og fannst þessi staður því einkar viðeigandi. Í myndskeiðinu að ofan sést brúðkaupið, en myndgæðin eru ekki mikil og fjarlægðin nokkur.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira