Mazda réttir úr kútnum vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2013 10:00 Mazda6 seldist eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í maí. Japanski bílasmiðurinn Mazda hefur átt erfiða daga í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Sala bíla Mazda hefur farið minnkandi þar þrátt fyrir líflegan bílamarkað. Nýliðinn maímánuður markaði þau tímamót hjá Mazda að enda langt tímabil sölusamdráttar. Söluaukning Mazda í maí nam 19%, talsvert umfram þann 8% vöxt sem var í sölu bíla í heild þar vestra. Söluaukning á Mazda6 bílnum nam 72% í maí. Alla aðra mánuði ársins hefur sala Mazda bíla verið minni en í fyrra og fátt sem stefndi í að markmið Mazda fyrir árið, þ.e. að ná 300.000 bíla sölu næðist. Markaðshlutdeild Mazda hefur minnkað öll síðustu 3 ár, en það gæti breyst í ár. Mazda telst meðal lítilla sjálfstæðra bílaframleiðenda þar vestra. Ford hefur losað sig við nær öll sín hlutabréf í Mazda, en mest átti Ford þriðjung hlutabréfa í Mazda, en nú aðeins 2,1%. Þrátt fyrir flott gengi í sölu hjá Mazda var það Nissan sem jók mest við sölu sína í maí í Bandaríkjunum, eða um 31%. Ford var í þriðja sæti með 15% vöxt. Honda var með 5% vöxt, Toyota og Hyundai 2%, Chevrolet og Kia 1% en Volkswagen með 2% sölusamdrátt. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Japanski bílasmiðurinn Mazda hefur átt erfiða daga í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Sala bíla Mazda hefur farið minnkandi þar þrátt fyrir líflegan bílamarkað. Nýliðinn maímánuður markaði þau tímamót hjá Mazda að enda langt tímabil sölusamdráttar. Söluaukning Mazda í maí nam 19%, talsvert umfram þann 8% vöxt sem var í sölu bíla í heild þar vestra. Söluaukning á Mazda6 bílnum nam 72% í maí. Alla aðra mánuði ársins hefur sala Mazda bíla verið minni en í fyrra og fátt sem stefndi í að markmið Mazda fyrir árið, þ.e. að ná 300.000 bíla sölu næðist. Markaðshlutdeild Mazda hefur minnkað öll síðustu 3 ár, en það gæti breyst í ár. Mazda telst meðal lítilla sjálfstæðra bílaframleiðenda þar vestra. Ford hefur losað sig við nær öll sín hlutabréf í Mazda, en mest átti Ford þriðjung hlutabréfa í Mazda, en nú aðeins 2,1%. Þrátt fyrir flott gengi í sölu hjá Mazda var það Nissan sem jók mest við sölu sína í maí í Bandaríkjunum, eða um 31%. Ford var í þriðja sæti með 15% vöxt. Honda var með 5% vöxt, Toyota og Hyundai 2%, Chevrolet og Kia 1% en Volkswagen með 2% sölusamdrátt.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira