Ræstu bílinn með símanum Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 16:00 Eigendur GM bíla geta brátt ræst bíla sín með símum sínum General Motors mun bjóða kaupendum af 2014 árgerðum bíla sinna þann kost að geta ræst bíl sinn með eigin síma með þráðlausu OnStar appi. Nú þegar geta eigendur GM bíla opnað og lokað bílum sínum með OnStar búnaði sem kallast RemoteLink. Þessi nýi ræsingarbúnaður verður kaupendum GM bíla að kostnaðarlausu í 5 ár jafnvel þó að kaupendur bíla þeirra séu ekki áskrifendur af OnStar, en hún kostar frá 2.500 til 3.500 krónum á mánuði. Með þessu ætlar GM að selja fleiri bíla en bera kostnaðinn sjálft af búnaðinum. Telur GM að þessi búnaður þyki kaupendum mikils virði og muni freista margra. Hafa þeir heilmikla könnun sér að baki við þá fullyrðingu. GM er með 6 milljón áskrifendur af OnStar búnaði í bílum sínum og helmingur allra kaupenda af GM bílum gerist áskrifendur eftir að 6 mánaða fríu kynningartímabili lýkur hjá kaupendum nýrra bíla GM. General Motors veðjar mjög á hátæknibúnað í bílum sínum því frá og með árinu 2015 verður 4G nettenging í flestum bílgerðum þeirra, hraðasta nettenging sem nú er fáanleg. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent
General Motors mun bjóða kaupendum af 2014 árgerðum bíla sinna þann kost að geta ræst bíl sinn með eigin síma með þráðlausu OnStar appi. Nú þegar geta eigendur GM bíla opnað og lokað bílum sínum með OnStar búnaði sem kallast RemoteLink. Þessi nýi ræsingarbúnaður verður kaupendum GM bíla að kostnaðarlausu í 5 ár jafnvel þó að kaupendur bíla þeirra séu ekki áskrifendur af OnStar, en hún kostar frá 2.500 til 3.500 krónum á mánuði. Með þessu ætlar GM að selja fleiri bíla en bera kostnaðinn sjálft af búnaðinum. Telur GM að þessi búnaður þyki kaupendum mikils virði og muni freista margra. Hafa þeir heilmikla könnun sér að baki við þá fullyrðingu. GM er með 6 milljón áskrifendur af OnStar búnaði í bílum sínum og helmingur allra kaupenda af GM bílum gerist áskrifendur eftir að 6 mánaða fríu kynningartímabili lýkur hjá kaupendum nýrra bíla GM. General Motors veðjar mjög á hátæknibúnað í bílum sínum því frá og með árinu 2015 verður 4G nettenging í flestum bílgerðum þeirra, hraðasta nettenging sem nú er fáanleg.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent