Skoda Octavia besti togarinn Finnur Thorlacius skrifar 19. júní 2013 08:45 Skoda Octavia dregur hjólhýsi Fyrir marga bíleigendur skiptir það miklu máli að bílar hafi mikla toggetu, enda eiga margir fellihýsi, hjólhýsi, hestakerrur eða annað sem hengt er aftan á bílinn. Bílatímaritin What Car og Practical Caravan Magazine hafa nú fundið út hvaða bílar eru þeir bestu til að draga aftanívagna og það í einum 5 flokkum, en flokkaskiptingin fer alfarið eftir þyngd bílanna. Sá bíll sem hafði sigur yfir alla flokkana er Skoda Octavia með 2,0 lítra dísilvél. Volkswagen bílafjölskyldan átti einnig sigurvegara í formi Volkswagen Passat Estate 2,0 TDI BlueMotion. Í flokki bíla yfir 1.900 kíló var það Land Rover Discovery 4 með 3,0 lítra dísilvél sem reyndist bestur og honum fylgdi titillinn „The ultimate, tow-anything tow car“, sem útlagst gæti besti togbíllinn fyrir hvaða aftanívagn sem er. Aðrir sigurvegarar hinna einstöku þyngdarflokka voru BMW 330 D, og Jaguar XF. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fyrir marga bíleigendur skiptir það miklu máli að bílar hafi mikla toggetu, enda eiga margir fellihýsi, hjólhýsi, hestakerrur eða annað sem hengt er aftan á bílinn. Bílatímaritin What Car og Practical Caravan Magazine hafa nú fundið út hvaða bílar eru þeir bestu til að draga aftanívagna og það í einum 5 flokkum, en flokkaskiptingin fer alfarið eftir þyngd bílanna. Sá bíll sem hafði sigur yfir alla flokkana er Skoda Octavia með 2,0 lítra dísilvél. Volkswagen bílafjölskyldan átti einnig sigurvegara í formi Volkswagen Passat Estate 2,0 TDI BlueMotion. Í flokki bíla yfir 1.900 kíló var það Land Rover Discovery 4 með 3,0 lítra dísilvél sem reyndist bestur og honum fylgdi titillinn „The ultimate, tow-anything tow car“, sem útlagst gæti besti togbíllinn fyrir hvaða aftanívagn sem er. Aðrir sigurvegarar hinna einstöku þyngdarflokka voru BMW 330 D, og Jaguar XF.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira