Helmingur ársframleiðslu Jaguar F-Type seldur Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2013 11:45 Þrátt fyrir að tveggja sæta sportbíllinn Jaguar F-Type sé vart kominn á markað hefur helmingur ársframleiðslu hans nú þegar selst. Þessi nýi bíll Jaguar er fyrsti tveggja sæta roadster bíll Jaguar í 40 ár og fer þannig í fótspor hins goðsagnarkennda E-Type. Það stöðvar ekki gíruga kaupendur bílsins að ódýrasta gerð hans kostar 9 milljónir króna og fá má öflugan og vel útbúinn F-Type á 12 milljónir króna. Sá ódýrasti er "aðeins" með 340 hestafla V-6 vél en sá öflugasti er með V-8 vél sem skilar 495 hestöflum. Allar gerðir F-Type eru með 8 gíra sjálfskiptum kassa. Bíllinn kemur fyrst af færiböndunum sem blæjubíll, en á næsta ári verður hann einnig framleiddur með hörðum toppi. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent
Þrátt fyrir að tveggja sæta sportbíllinn Jaguar F-Type sé vart kominn á markað hefur helmingur ársframleiðslu hans nú þegar selst. Þessi nýi bíll Jaguar er fyrsti tveggja sæta roadster bíll Jaguar í 40 ár og fer þannig í fótspor hins goðsagnarkennda E-Type. Það stöðvar ekki gíruga kaupendur bílsins að ódýrasta gerð hans kostar 9 milljónir króna og fá má öflugan og vel útbúinn F-Type á 12 milljónir króna. Sá ódýrasti er "aðeins" með 340 hestafla V-6 vél en sá öflugasti er með V-8 vél sem skilar 495 hestöflum. Allar gerðir F-Type eru með 8 gíra sjálfskiptum kassa. Bíllinn kemur fyrst af færiböndunum sem blæjubíll, en á næsta ári verður hann einnig framleiddur með hörðum toppi.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent