Great Wall ætlar framúr Jeep Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2013 11:45 Great Wall Haval 5 jeppi Kínverski bílaframleiðandinn Great Wall hefur ekki hógvær áformin, en menn þar á bæ ætla innan þriggja til fjögurra ára að fara framúr bandaríska framleiðandanum Jeep í framleiðslumagni jeppa. Þau áform er brött í ljósi þess að Jeep framleiddi 701.626 jeppa á síðasta ári en Great Wall 279.956. Það þýðir samt að kínverski framleiðandinn er að ná Land Rover í fjölda seldra jeppa en Land Rover seldi 316.000 slíka í fyrra. Söluaukningin í jeppum er gríðarleg milli ára hjá Great Wall, eða 90% í fyrra. Great Wall ætlar að fjölga verkfræðingum um 40% á næstunni og verða þeir þá orðnir fleiri en 10.000 talsins. Forstjóri Great Wall, Wei Jianjun, er fimmti ríkasti maður Kína og hlutabréf í Great Wall hafa hækkað um 53% frá áramótum. Kemur sú hækkun ofan á tvöföldun á verði þeirra á síðasta ári.Salan ekki einvörðungu í KínaSala á bílum Great Wall er ekki bara í heimalandinu því Rússland er stór markaður fyrir bíla þeirra og söluaukning Great Wall bíla er mest í Írak. Útflutningur hefur einnig verið til Ástralíu og Evrópu, helst þá ítalíu. Great Wall er eini kínverski bílaframleiðandinn sem hefur leyfi til að selja bíla í Evrópu. Great Wall er stærsti jeppaframleiðandi í Kína og hefur verið það frá árinu 2010. Fyrirtækið er þó ekki nema í áttunda sæti þegar kemur að framleiðslu allra gerða af bílum, en hún nam 676.000 alls í fyrra. Af þeim seldust 96.500 utan heimalandsins. Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Great Wall hefur ekki hógvær áformin, en menn þar á bæ ætla innan þriggja til fjögurra ára að fara framúr bandaríska framleiðandanum Jeep í framleiðslumagni jeppa. Þau áform er brött í ljósi þess að Jeep framleiddi 701.626 jeppa á síðasta ári en Great Wall 279.956. Það þýðir samt að kínverski framleiðandinn er að ná Land Rover í fjölda seldra jeppa en Land Rover seldi 316.000 slíka í fyrra. Söluaukningin í jeppum er gríðarleg milli ára hjá Great Wall, eða 90% í fyrra. Great Wall ætlar að fjölga verkfræðingum um 40% á næstunni og verða þeir þá orðnir fleiri en 10.000 talsins. Forstjóri Great Wall, Wei Jianjun, er fimmti ríkasti maður Kína og hlutabréf í Great Wall hafa hækkað um 53% frá áramótum. Kemur sú hækkun ofan á tvöföldun á verði þeirra á síðasta ári.Salan ekki einvörðungu í KínaSala á bílum Great Wall er ekki bara í heimalandinu því Rússland er stór markaður fyrir bíla þeirra og söluaukning Great Wall bíla er mest í Írak. Útflutningur hefur einnig verið til Ástralíu og Evrópu, helst þá ítalíu. Great Wall er eini kínverski bílaframleiðandinn sem hefur leyfi til að selja bíla í Evrópu. Great Wall er stærsti jeppaframleiðandi í Kína og hefur verið það frá árinu 2010. Fyrirtækið er þó ekki nema í áttunda sæti þegar kemur að framleiðslu allra gerða af bílum, en hún nam 676.000 alls í fyrra. Af þeim seldust 96.500 utan heimalandsins.
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent