Fyrsti lax sumarsins kominn Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2013 08:38 Frá Norðurá í morgun. Bjarni Júlíusson opnaði formlega laxveiðisumarið. Og það var á í þriðja kasti! GVA "Óhætt er að segja að laxveiðitímabilið hafi byrjað með hvelli," sagði Trausti Hafliðason blaðamaður Fréttablaðsins, en hann var staddur í Norðurá í morgun til að fylgjast með opnun árinnar. Að venju er það stjórn Stangveðifélags Reykjavíkur sem ræsir laxveiðitímabilið formlega í Norðurá. Bjarni Júlísson formaður Stangveiðfélagsins fékk 1. lax sumarsins í þriðja kasti. Þetta var falleg 73 sentímetra hrygna sem Bjarni fékk; langur og mjósleginn fiskur. Í samanburði við í fyrra þá var fiskurinn sá frekar feitur og pattaralegur en Bjarni sagðist ekki lesa neitt sérstakt í það, í sjálfu sér. Bjarni sagði, af þessu tilefni, þetta svo sannarlega gefa tilefni til bjartsýni - að þetta viti á gott fyrir sumarið. Ekki veitir af því síðasta laxveiðisumar var líklega það lélegasta í nánast öld, í það minnsta frá 1930. Menn voru sáttir við Norðurá þar sem var töluvert mikið um fólk; allir helstu fjölmiðlar landsins og laxveiðiáhugamenn voru mættir til að fylgjast með þessum viðburði. "Menn eru hér mjög kátir," segir Trausti. "Laxinn tók rauðan Frances-túpu, Black Eyed Prawn nánar tiltekið." Stangveiði Mest lesið Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði
"Óhætt er að segja að laxveiðitímabilið hafi byrjað með hvelli," sagði Trausti Hafliðason blaðamaður Fréttablaðsins, en hann var staddur í Norðurá í morgun til að fylgjast með opnun árinnar. Að venju er það stjórn Stangveðifélags Reykjavíkur sem ræsir laxveiðitímabilið formlega í Norðurá. Bjarni Júlísson formaður Stangveiðfélagsins fékk 1. lax sumarsins í þriðja kasti. Þetta var falleg 73 sentímetra hrygna sem Bjarni fékk; langur og mjósleginn fiskur. Í samanburði við í fyrra þá var fiskurinn sá frekar feitur og pattaralegur en Bjarni sagðist ekki lesa neitt sérstakt í það, í sjálfu sér. Bjarni sagði, af þessu tilefni, þetta svo sannarlega gefa tilefni til bjartsýni - að þetta viti á gott fyrir sumarið. Ekki veitir af því síðasta laxveiðisumar var líklega það lélegasta í nánast öld, í það minnsta frá 1930. Menn voru sáttir við Norðurá þar sem var töluvert mikið um fólk; allir helstu fjölmiðlar landsins og laxveiðiáhugamenn voru mættir til að fylgjast með þessum viðburði. "Menn eru hér mjög kátir," segir Trausti. "Laxinn tók rauðan Frances-túpu, Black Eyed Prawn nánar tiltekið."
Stangveiði Mest lesið Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði