Porsche, Mazda og Cadillac auka mest tryggð Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2013 11:15 Porsche Cayenne hefur aukið mjög tryggð kaupenda við Porsche bíla Allt er nú mælt þegar kemur að bílum og eitt þess er sú tryggð sem kaupendur hafa við ákveðin bílamerki. Þeir sem halda mikilli tryggð við ákveðið bílamerki eru líklegri til að kaupa aftur bíl frá sama framleiðanda. Markaðsrannsóknarfyrirtækið Poly mælir einmitt þessa tryggð í Bandaríkjunum á hverju ári. Porsche jók mest við tryggð kaupenda nú frá árinu á undan eða um 9,5%, Caddillac um 8,3% og Mazda um 7,8%. Yfir það heila hefur tryggð kaupenda aukist um 2,6% og því verður fólk sífellt íhaldssamara í bílakaupum. Þó svo að þessi 3 bílamerki hafi mest aukið við sig þýðir það ekki að við þau sé mest tryggð vestanhafs. Þar trónir Ford á toppnum með 65,1% tryggð kaupenda. Í öðru sæti er Toyota með 58,5%, Honda 57,0%, Chevrolet 56,2% og Mercedes Benz 55,9%. Polk mældi einnig tryggð við ákveðnar gerðir bíla og vakti athygli að þeir sem keypt höfðu tvinnbíl (Hybrid) ætluðu fæstir að kaupa aftur bíl með þeirri tækni. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Allt er nú mælt þegar kemur að bílum og eitt þess er sú tryggð sem kaupendur hafa við ákveðin bílamerki. Þeir sem halda mikilli tryggð við ákveðið bílamerki eru líklegri til að kaupa aftur bíl frá sama framleiðanda. Markaðsrannsóknarfyrirtækið Poly mælir einmitt þessa tryggð í Bandaríkjunum á hverju ári. Porsche jók mest við tryggð kaupenda nú frá árinu á undan eða um 9,5%, Caddillac um 8,3% og Mazda um 7,8%. Yfir það heila hefur tryggð kaupenda aukist um 2,6% og því verður fólk sífellt íhaldssamara í bílakaupum. Þó svo að þessi 3 bílamerki hafi mest aukið við sig þýðir það ekki að við þau sé mest tryggð vestanhafs. Þar trónir Ford á toppnum með 65,1% tryggð kaupenda. Í öðru sæti er Toyota með 58,5%, Honda 57,0%, Chevrolet 56,2% og Mercedes Benz 55,9%. Polk mældi einnig tryggð við ákveðnar gerðir bíla og vakti athygli að þeir sem keypt höfðu tvinnbíl (Hybrid) ætluðu fæstir að kaupa aftur bíl með þeirri tækni.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira