Dýr bílfarmur fuðrar upp Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2013 08:45 Afar óheppilegt er að það kvikni í flutningabílum sem flytja marga bíla í senn og þeir eyðileggjast, en farmurinn er misdýr. Í þessu tilviki í Bangkok í Tælandi var farmurinn rándýr, því að á palli flutningabílsins voru Ferrari 430 Scuderia, Lamborghini Murcielago LP640, tveir Bentley Flying Spur og BMW X6M. Allir eru þeir ónýtir eftir brunann en sameiginlegt andvirði þeirra er 322 milljónir króna. Ekki kemur fram hvað olli brunanum. Bremsur flutningabílsins urðu einnig fyrir barðinu á eldinum og vagninn sem flytur bílana varð viðskila við bílinn sem dró hann og rann vagninn útá hraðbraut og stíflaði hana í dágóðan tíma. Heppnin elti því ekki beint með ökumanni flutningabílsins þennan daginn. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Afar óheppilegt er að það kvikni í flutningabílum sem flytja marga bíla í senn og þeir eyðileggjast, en farmurinn er misdýr. Í þessu tilviki í Bangkok í Tælandi var farmurinn rándýr, því að á palli flutningabílsins voru Ferrari 430 Scuderia, Lamborghini Murcielago LP640, tveir Bentley Flying Spur og BMW X6M. Allir eru þeir ónýtir eftir brunann en sameiginlegt andvirði þeirra er 322 milljónir króna. Ekki kemur fram hvað olli brunanum. Bremsur flutningabílsins urðu einnig fyrir barðinu á eldinum og vagninn sem flytur bílana varð viðskila við bílinn sem dró hann og rann vagninn útá hraðbraut og stíflaði hana í dágóðan tíma. Heppnin elti því ekki beint með ökumanni flutningabílsins þennan daginn.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira