Riftu samningi við Pálma Gunnars og félaga Trausti Hafliðason skrifar 20. maí 2013 14:59 Erlendur veiðimaður við Þórðarvörðuhyl í Eldvatni. Mynd / Eldvatn.is Veiðifélag Eldvatns hefur rift samningi við Verndarsjóð sjóbirtingsins, sem Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður er meðal annars í forsvari fyrir. Veiðipressan greindi frá þessu í morgun. Veiðivísir hefur heimildir fyrir því að mikil átök hafi verið á aðalfundi veiðifélagsins fyrir skömmu. Eins og Veiðivísir greindi frá 29. janúar þá bárust upphaflega þrjú tilboð í Eldvatn. Unubót, óstofnað veiðifélag, var með hæsta tilboðið en það hljóðaði upp á um 5 milljónir króna (á ári). Verndarsjóður sjóbirtingsins bauð um 4 milljónir króna í ána og Hreggnasi um 2 milljónir. Taka verður inn í reikninginn að tilboðin voru með ýmsum ákvæðum, meðal annars um ræktun árinnar og svo fram eftir götunum. Þann 27. febrúar var síðan greint frá því á Veiðivísi að Veiðifélag Eldvatns hefði samið við Verndarsjóðinn til 7 ára og var leiguverðið í kringum 4 milljónir króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. Í forsvari fyrir Verndarsjóðinn eru fjórir menn, það eru Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, Jón Ingvar Ragnarsson bæklunarlæknir, Guðmundur Hilmarsson flugstjóri og Þórarinn Blöndal myndlistarmaður.Átök á aðalfundi og formannsskipti Heimildir Veiðivísis herma að töluverð átök hafi orðið á aðalfundi Veiðifélags Eldvatns nú í byrjun mánaðarins - fyrst og fremst vegna samningsins sem gerður hafi verið við Verndarsjóðinn. Jón Sigurgrímsson, sem verið hafði formaður félagsins og haft milligöngu um samninginn við Pálma og félaga, sagði á fundinum af sér sem formaður. Nú hefur Guðbrandur Magnússon tekið við formennsku í félaginu. Samkvæmt heimildum Veiðivísis mun Veiðifélagið nú ganga til samninga við Unubót. Jón Sigurgrímsson vildi ekkert tjá sig um málið þegar Veiðivísir hafði samband heldur benti á Guðbrand en ekki hefur náðst í hann í dag.trausti@frettabladid.is Stangveiði Tengdar fréttir Eldvatn: Tilboð undir væntingum Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. 29. janúar 2013 18:58 Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. 27. febrúar 2013 15:56 Óska eftir tilboðum í Eldvatn 2. janúar 2013 14:46 Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði
Veiðifélag Eldvatns hefur rift samningi við Verndarsjóð sjóbirtingsins, sem Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður er meðal annars í forsvari fyrir. Veiðipressan greindi frá þessu í morgun. Veiðivísir hefur heimildir fyrir því að mikil átök hafi verið á aðalfundi veiðifélagsins fyrir skömmu. Eins og Veiðivísir greindi frá 29. janúar þá bárust upphaflega þrjú tilboð í Eldvatn. Unubót, óstofnað veiðifélag, var með hæsta tilboðið en það hljóðaði upp á um 5 milljónir króna (á ári). Verndarsjóður sjóbirtingsins bauð um 4 milljónir króna í ána og Hreggnasi um 2 milljónir. Taka verður inn í reikninginn að tilboðin voru með ýmsum ákvæðum, meðal annars um ræktun árinnar og svo fram eftir götunum. Þann 27. febrúar var síðan greint frá því á Veiðivísi að Veiðifélag Eldvatns hefði samið við Verndarsjóðinn til 7 ára og var leiguverðið í kringum 4 milljónir króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. Í forsvari fyrir Verndarsjóðinn eru fjórir menn, það eru Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, Jón Ingvar Ragnarsson bæklunarlæknir, Guðmundur Hilmarsson flugstjóri og Þórarinn Blöndal myndlistarmaður.Átök á aðalfundi og formannsskipti Heimildir Veiðivísis herma að töluverð átök hafi orðið á aðalfundi Veiðifélags Eldvatns nú í byrjun mánaðarins - fyrst og fremst vegna samningsins sem gerður hafi verið við Verndarsjóðinn. Jón Sigurgrímsson, sem verið hafði formaður félagsins og haft milligöngu um samninginn við Pálma og félaga, sagði á fundinum af sér sem formaður. Nú hefur Guðbrandur Magnússon tekið við formennsku í félaginu. Samkvæmt heimildum Veiðivísis mun Veiðifélagið nú ganga til samninga við Unubót. Jón Sigurgrímsson vildi ekkert tjá sig um málið þegar Veiðivísir hafði samband heldur benti á Guðbrand en ekki hefur náðst í hann í dag.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Tengdar fréttir Eldvatn: Tilboð undir væntingum Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. 29. janúar 2013 18:58 Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. 27. febrúar 2013 15:56 Óska eftir tilboðum í Eldvatn 2. janúar 2013 14:46 Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði
Eldvatn: Tilboð undir væntingum Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. 29. janúar 2013 18:58
Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. 27. febrúar 2013 15:56