Allt um veiðihnúta Trausti Hafliðason skrifar 25. maí 2013 10:00 Á netinu er hægt að finna aragrúa síðna sem bjóða upp á kennslu í veiðihnútum. Videofishingknots.com er ein þeirra. Stangaveiðimenn þurfa nauðsynlega að kunna nokkra veiðihnúta. Í raun er fásinna að halda til veiði án þess að búa yfir grunnþekkingu á því hvernig festa eigi taum og línu og flugu eða spún á taum eða girni. Ómögulegt er að þurfa að treysta á veiðifélagana ef fluga slitnar af taum nú eða taumur af línu. Misjafnt er hvernig menn búa um hnúta sína. Sumir binda línu og taum saman með tvöföldum rembihnút (Surgeon's Knot) á meðan aðrir gera það með því að búa til lykkju á tauminn (til dæmis Perfection Loop) og binda lykkuna síðan fasta við tilbúna lykkju á línu. Langflestir, líklega 90 prósent veiðimanna, binda flugu á taum með öngulhnút (Clinch Knot). Á netinu má finna aragrúa leiðbeininga um það hvernig hnýta eigi hnúta. Veiðivísir mælir sérstaklega með vefsíðunni Videofishingknots. Einnig er síðan Animatedknots ágæt. Fyrir þá sem eru með snjallsíma þá er auðvelt að ná sér í „veiðihnúta-app" til dæmis þetta hérna. Þá er mönnum ekkert að vanbúnaði en að eyða einni kvöldstund í hnútaæfingar.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Fékk fjóra laxa og alla yfir 90 sm í Víðidalsá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Ágætis veðurspá fyrstu rjúpnahelgina Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði
Stangaveiðimenn þurfa nauðsynlega að kunna nokkra veiðihnúta. Í raun er fásinna að halda til veiði án þess að búa yfir grunnþekkingu á því hvernig festa eigi taum og línu og flugu eða spún á taum eða girni. Ómögulegt er að þurfa að treysta á veiðifélagana ef fluga slitnar af taum nú eða taumur af línu. Misjafnt er hvernig menn búa um hnúta sína. Sumir binda línu og taum saman með tvöföldum rembihnút (Surgeon's Knot) á meðan aðrir gera það með því að búa til lykkju á tauminn (til dæmis Perfection Loop) og binda lykkuna síðan fasta við tilbúna lykkju á línu. Langflestir, líklega 90 prósent veiðimanna, binda flugu á taum með öngulhnút (Clinch Knot). Á netinu má finna aragrúa leiðbeininga um það hvernig hnýta eigi hnúta. Veiðivísir mælir sérstaklega með vefsíðunni Videofishingknots. Einnig er síðan Animatedknots ágæt. Fyrir þá sem eru með snjallsíma þá er auðvelt að ná sér í „veiðihnúta-app" til dæmis þetta hérna. Þá er mönnum ekkert að vanbúnaði en að eyða einni kvöldstund í hnútaæfingar.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Fékk fjóra laxa og alla yfir 90 sm í Víðidalsá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Ágætis veðurspá fyrstu rjúpnahelgina Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði