Montaði sig af því að aka niður hjólreiðamann Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2013 08:45 Twitter færsla Emmu hjólreiðahatara Margir ökumenn hata hjólreiðafólk og að sama skapi er mörgum hjólreiðamanninum í nöp við bílstjóra. En svo er það Emma Way frá Norwich í Englandi. Henni er svo illa við hjólreiðamenn að hún ók einn þeirra niður og montaði sig svo af verknaðinum á Twitter samskiptamiðlinum. Hún áttaði sig hinsvegar ekki á því að meira að segja lögreglumenn lesa Twitter. Þeim fannst lýsing hennar rýma óþægilega mikið við kæru sem lögð hafði verið fram gegn óþekktum ökumanni sem ekið hafði niður hjólreiðamann og stungið af. Í Twitterfærslu Emmu sagðist hún alveg örugglega hafa ekið niður einn slíkan á leið heim og bætti því við að hún ætti fullan rétt á því þar sem hann greiddi örugglega ekki bifreiðaskatt eða gatnagerðargjöld. Í lok færslunnar bætir hún við „bloody cyclists“, eða andskotans hjólreiðamenn. Hjólreiðamaðurinn var einn af þátttakendum í 100 mílna hjólreiðakeppni og Emma ók þvert á för hans. Við áreksturinn brotnaði annar baksýnisspegillinn af og hjólreiðamaðurinn endasentist úti tré en slapp á ótrúlegan hátt við alvarleg meiðsli. Einhver hefði búist við því að ökumaður sem ekur niður hjólreiðamann og sendir úti tré myndi stoppa og gæta að hversu mikið hann hafi slasast, en það gerði Emma ekki, hún fór heim og blótaði honum á Twitter. Sagan af Emmu er þó ekki búin. Ýmsum sem ofbauð færsla Emmu fóru að rannsaka frekar færslur hennar á ýmsum samskiptamiðlum. Þar fundust myndir af henni brjóta hin ýmsu lög og á einni þeirra sést hvar hún ekur á 153 kílómetra hraða, sem hvergi er löglegt í Englandi. Þessar færslur voru færðar lögreglunni og það dugði ekki Emmu að eyða öllum færslum sínum á Twitter, hún varð of sein. Mál hennar er nú í rannsókn hjá lögreglunni. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Margir ökumenn hata hjólreiðafólk og að sama skapi er mörgum hjólreiðamanninum í nöp við bílstjóra. En svo er það Emma Way frá Norwich í Englandi. Henni er svo illa við hjólreiðamenn að hún ók einn þeirra niður og montaði sig svo af verknaðinum á Twitter samskiptamiðlinum. Hún áttaði sig hinsvegar ekki á því að meira að segja lögreglumenn lesa Twitter. Þeim fannst lýsing hennar rýma óþægilega mikið við kæru sem lögð hafði verið fram gegn óþekktum ökumanni sem ekið hafði niður hjólreiðamann og stungið af. Í Twitterfærslu Emmu sagðist hún alveg örugglega hafa ekið niður einn slíkan á leið heim og bætti því við að hún ætti fullan rétt á því þar sem hann greiddi örugglega ekki bifreiðaskatt eða gatnagerðargjöld. Í lok færslunnar bætir hún við „bloody cyclists“, eða andskotans hjólreiðamenn. Hjólreiðamaðurinn var einn af þátttakendum í 100 mílna hjólreiðakeppni og Emma ók þvert á för hans. Við áreksturinn brotnaði annar baksýnisspegillinn af og hjólreiðamaðurinn endasentist úti tré en slapp á ótrúlegan hátt við alvarleg meiðsli. Einhver hefði búist við því að ökumaður sem ekur niður hjólreiðamann og sendir úti tré myndi stoppa og gæta að hversu mikið hann hafi slasast, en það gerði Emma ekki, hún fór heim og blótaði honum á Twitter. Sagan af Emmu er þó ekki búin. Ýmsum sem ofbauð færsla Emmu fóru að rannsaka frekar færslur hennar á ýmsum samskiptamiðlum. Þar fundust myndir af henni brjóta hin ýmsu lög og á einni þeirra sést hvar hún ekur á 153 kílómetra hraða, sem hvergi er löglegt í Englandi. Þessar færslur voru færðar lögreglunni og það dugði ekki Emmu að eyða öllum færslum sínum á Twitter, hún varð of sein. Mál hennar er nú í rannsókn hjá lögreglunni.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira