Stjarnan og Breiðablik í sérflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2013 14:07 Tvö mörk seint í leiknum tryggðu Stjörnunni 2-0 útisigur á Valskonum í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Breiðablik vann öruggan útisigur á Aftureldingu. Leikur Vals og Stjörnunnar var jafn og spennandi en áhorfendur þurftu að bíða í áttatíu mínútur eftir fyrsta markinu. Þá skoraði Danka Podovac með skoti úr teignum en Danka hefur farið mikinn með Stjörnunni í upphafi móts. Skömmu síðar byggðu Stjörnukonur upp fína sókn. Fyrirgjöf Rúnu Sifjar Ámundadóttur rataði á kollinn á varamanninum Megan Manthey sem skallaði boltinn af krafti í netið.Mörkin og færin úr leiknum má sjá hér. Stjarnan hefur unnið alla sína fimm leiki í deildinni og aðeins fengið á sig eitt mark. Valskonur geta verið svekktar enda áttu þær sín færi í leiknum en tókst ekki að nýta þau. Stjarnan hefur 15 stig á toppi deildarinnar en Valskonur hafa byrjað mótið illa og hafa aðeins fimm stig. Breiðablik eltir Stjörnuna eins og skugginn en liðið vann góðan útisigur á Aftureldingu. Breiðablik hefur einnig 15 stig í deildinni. Þá nældu nýliðar HK/Víkings sér í sín fyrstu stig í 2-2 jafntefli gegn FH.Önnur úrslit í kvöldAfturelding - Breiðablik 0-3 0-1 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (31.), 0-2 Rakel Hönnudóttir (18.), 0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (68.)HK/víkingur - FH 2-2 1-0 Sjálfsmark (8.), 1-1 Guðrún Björg Eggertsdóttir (14.), 1-2 Ashley Hincks (51.), 2-2 Karen Sturludóttir (68.) Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.Úr leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Mynd/ValliEmbla Grétarsdóttir á eitthvað vantalað við Gunnar Sverri Gunnarsson dómara á Hlíðarenda í kvöld.Mynd/Valli Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Tvö mörk seint í leiknum tryggðu Stjörnunni 2-0 útisigur á Valskonum í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Breiðablik vann öruggan útisigur á Aftureldingu. Leikur Vals og Stjörnunnar var jafn og spennandi en áhorfendur þurftu að bíða í áttatíu mínútur eftir fyrsta markinu. Þá skoraði Danka Podovac með skoti úr teignum en Danka hefur farið mikinn með Stjörnunni í upphafi móts. Skömmu síðar byggðu Stjörnukonur upp fína sókn. Fyrirgjöf Rúnu Sifjar Ámundadóttur rataði á kollinn á varamanninum Megan Manthey sem skallaði boltinn af krafti í netið.Mörkin og færin úr leiknum má sjá hér. Stjarnan hefur unnið alla sína fimm leiki í deildinni og aðeins fengið á sig eitt mark. Valskonur geta verið svekktar enda áttu þær sín færi í leiknum en tókst ekki að nýta þau. Stjarnan hefur 15 stig á toppi deildarinnar en Valskonur hafa byrjað mótið illa og hafa aðeins fimm stig. Breiðablik eltir Stjörnuna eins og skugginn en liðið vann góðan útisigur á Aftureldingu. Breiðablik hefur einnig 15 stig í deildinni. Þá nældu nýliðar HK/Víkings sér í sín fyrstu stig í 2-2 jafntefli gegn FH.Önnur úrslit í kvöldAfturelding - Breiðablik 0-3 0-1 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (31.), 0-2 Rakel Hönnudóttir (18.), 0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (68.)HK/víkingur - FH 2-2 1-0 Sjálfsmark (8.), 1-1 Guðrún Björg Eggertsdóttir (14.), 1-2 Ashley Hincks (51.), 2-2 Karen Sturludóttir (68.) Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.Úr leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Mynd/ValliEmbla Grétarsdóttir á eitthvað vantalað við Gunnar Sverri Gunnarsson dómara á Hlíðarenda í kvöld.Mynd/Valli
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira