Miðasala á Frank Ocean fer vel af stað Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. maí 2013 16:54 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean nýtur mikilla vinsælda þessa dagana. Hann stígur á stokk í Laugardalshöll 19. júlí næstkomandi. MYND/GETTY Áhugi fyrir tónleikum tónlistarmannsins Frank Ocean þann 16. júlí virðist vera gífurlegur. Óhætt er að segja að miðasalan fari vel af stað, en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að 3000 miðar væru seldir af þeim 5.5000 sem í boði eru. Nú eru innan við 1000 miðar eftir. Ísleifur B. Þórhallson, markaðsstjóri hjá Senu, býst jafnvel við að það seljist upp á tónleikana í kvöld. Hann mælir því með að áhugasamir næli sér í miða sem fyrst, þar sem aukatónleikar eru ekki möguleiki fyrir þennan upptekna tónlistarmann. Frank Ocean er á mikilli uppleið í tónlistarheiminum þessa stundina. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem sló í gegn um allan heim. Tónlistarmaðurinn hlaut fjölda virtra verðlauna fyrir plötuna, meðal annars tvenn Grammy–verðlaun. Það má því segja að Frank Ocean sé einn heitasti listamaður samtímans, en hann er einnig þekktur fyrir að tala opinskátt um kynhneigð sína. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Áhugi fyrir tónleikum tónlistarmannsins Frank Ocean þann 16. júlí virðist vera gífurlegur. Óhætt er að segja að miðasalan fari vel af stað, en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að 3000 miðar væru seldir af þeim 5.5000 sem í boði eru. Nú eru innan við 1000 miðar eftir. Ísleifur B. Þórhallson, markaðsstjóri hjá Senu, býst jafnvel við að það seljist upp á tónleikana í kvöld. Hann mælir því með að áhugasamir næli sér í miða sem fyrst, þar sem aukatónleikar eru ekki möguleiki fyrir þennan upptekna tónlistarmann. Frank Ocean er á mikilli uppleið í tónlistarheiminum þessa stundina. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem sló í gegn um allan heim. Tónlistarmaðurinn hlaut fjölda virtra verðlauna fyrir plötuna, meðal annars tvenn Grammy–verðlaun. Það má því segja að Frank Ocean sé einn heitasti listamaður samtímans, en hann er einnig þekktur fyrir að tala opinskátt um kynhneigð sína.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira