Ferrari John Lennon til sölu 10. maí 2013 13:06 Fagurblár Ferrari Lennons Fyrsti bíllinn sem bítillinn John Lennon eignaðist, Ferrari 330GT 2+2 Coupe, verður boðinn upp hjá uppboðshúsi Bonhams þann 12. júlí. John Lennon tók ekki bílpróf fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall og ekki dugði poppgoðinu minna en Ferrari sem fyrsti bíll. Fyrir bílinn greiddi Lennon 6.500 pund, sem í dag leggst á 1,17 milljón króna. Það verður ekki verðið sem fæst fyrir bílinn góða á uppboðinu í þarnæsta mánuði því búist er við að fyrir hann fáist 33-37 milljónir króna. Ef þau 6.500 pund sem Lennon greiddi á sínum tíma eru framreiknuð til dagsins í dag, þá hefur hann greitt um 110.000 pund fyrir bílinn, eða um 20 milljónir króna. Það er því ekki svo mikið hærri upphæð sem fæst fyrir bílinn nú. Aðeins voru framleiddir 500 bílar af þeirri gerð sem Ferrari Lennons átti og eykur það söfnunargildi hans. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fyrsti bíllinn sem bítillinn John Lennon eignaðist, Ferrari 330GT 2+2 Coupe, verður boðinn upp hjá uppboðshúsi Bonhams þann 12. júlí. John Lennon tók ekki bílpróf fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall og ekki dugði poppgoðinu minna en Ferrari sem fyrsti bíll. Fyrir bílinn greiddi Lennon 6.500 pund, sem í dag leggst á 1,17 milljón króna. Það verður ekki verðið sem fæst fyrir bílinn góða á uppboðinu í þarnæsta mánuði því búist er við að fyrir hann fáist 33-37 milljónir króna. Ef þau 6.500 pund sem Lennon greiddi á sínum tíma eru framreiknuð til dagsins í dag, þá hefur hann greitt um 110.000 pund fyrir bílinn, eða um 20 milljónir króna. Það er því ekki svo mikið hærri upphæð sem fæst fyrir bílinn nú. Aðeins voru framleiddir 500 bílar af þeirri gerð sem Ferrari Lennons átti og eykur það söfnunargildi hans.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira