Lamborghini fyrir egóista Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2013 10:00 Sportbíll með plássi fyrir aðeins einn getur hæglega talist bíll fyrir egóista, eða sjálfhverfa einstaklinga. Hann ber því nafn með rentu þessi Lamborghini Egoista. Smíði bílsins er enn ein afmælisgjöfin sem Lamborghini færir sjálfu sér á 50 ára afmæli fyrirtækisins. Hann var kynntur í einkasamkvæmi starfsfólks Lamborghini. Egoista er með 5,2 lítra og 10 strokka vél sem skilar 600 hestöflum. Innblástur við smíði bílsins var fengin frá Apache þyrlunni og innviðir og stjórntæki bílsins eru mikið í ætt við flugstjórnarklefa í herþotum. Líklegt má telja að þetta verði eina eintakið af Egoista, en engin áform eru um fjöldaframleiðslu hans. Ítalska Lamborghini sportbílafyrirtækið er í eigu Audi, sem aftur er í eigu Volkswagen. Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent
Sportbíll með plássi fyrir aðeins einn getur hæglega talist bíll fyrir egóista, eða sjálfhverfa einstaklinga. Hann ber því nafn með rentu þessi Lamborghini Egoista. Smíði bílsins er enn ein afmælisgjöfin sem Lamborghini færir sjálfu sér á 50 ára afmæli fyrirtækisins. Hann var kynntur í einkasamkvæmi starfsfólks Lamborghini. Egoista er með 5,2 lítra og 10 strokka vél sem skilar 600 hestöflum. Innblástur við smíði bílsins var fengin frá Apache þyrlunni og innviðir og stjórntæki bílsins eru mikið í ætt við flugstjórnarklefa í herþotum. Líklegt má telja að þetta verði eina eintakið af Egoista, en engin áform eru um fjöldaframleiðslu hans. Ítalska Lamborghini sportbílafyrirtækið er í eigu Audi, sem aftur er í eigu Volkswagen.
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent