Norðlenska veiðisumarið fer fetið 15. maí 2013 14:28 Héðinsfjarðará Allar myndir: Erlendur Steinar Friðriksson Góðar fréttir af veiði berast víða að þessa dagana, en þær eru flestar af afmörkuðu svæði á Suðvesturlandi. Erlendur Steinar Friðriksson, fyrrverandi formaður Stangveiðifélags Akureyrar og veiðibloggari með meiru, vekur máls á því í nýjustu færslu sinni að ekki er að undra þó veiðifréttir berist ekki af sumum veiðisvæðum nyrðra, auk þess sem hann ræðir um þær pælingar veiðimanna að byrja fyrr að veiða í norðlenskum ám. Þar biður hann menn að stíga varlega til jarðar en þetta hefur hann að segja um stöðuna fyrir norðan. „Hér nyrðra hafa síðustu vor verið frekar mild og snjólétt, flestar ár í firðinum auðar seinnipart apríl. Þá hafa raddir vaknað meðal veiðimanna sem vilja hefja veiðar fyrr á vorin. Urriðinn að vakna til lífsins í ánum sjálfum og sjóbleikja og birtingur kominn í fæðugöngur á ósasvæðin. Það er sjálfsagt að prufa og opna einhverjar ár fyrr. Huga verður þó að veiðistjórnun og kvótasetningu. Fleiri veiðidagar auka veiðiálag og sennileg mega fæstir bleikjustofnarnir við því. Nú er veiði t.d. hafin í Hörgánni - hef svosem lítið frétt af aflabrögðum - en eitthvað hefur kroppast upp. Það verður athyglisvert að fylgjast með þróun mála þar,“ skifar Erlendur. Hann segir að ótrúlega mikill munur sé á snjómagni því „innan fjarðarins - yst í firðinum er langt í að árnar verði veiðanlegar en hér innar hafa ár verið snjólausar og veiðanlegar í einhverjar vikur.“ Þessu til staðfestingar birtir hann nokkrar myndir sem teknar voru fyrir fáum dögum og Veiðivísi var gefið góðfúslegt leyfi til að deila. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Góð veiði í Svarfaðardalsá Veiði Þverá og Kjarrá opna með látum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Hætta veiðimenn að kaupa laxveiðileyfi? Veiði
Góðar fréttir af veiði berast víða að þessa dagana, en þær eru flestar af afmörkuðu svæði á Suðvesturlandi. Erlendur Steinar Friðriksson, fyrrverandi formaður Stangveiðifélags Akureyrar og veiðibloggari með meiru, vekur máls á því í nýjustu færslu sinni að ekki er að undra þó veiðifréttir berist ekki af sumum veiðisvæðum nyrðra, auk þess sem hann ræðir um þær pælingar veiðimanna að byrja fyrr að veiða í norðlenskum ám. Þar biður hann menn að stíga varlega til jarðar en þetta hefur hann að segja um stöðuna fyrir norðan. „Hér nyrðra hafa síðustu vor verið frekar mild og snjólétt, flestar ár í firðinum auðar seinnipart apríl. Þá hafa raddir vaknað meðal veiðimanna sem vilja hefja veiðar fyrr á vorin. Urriðinn að vakna til lífsins í ánum sjálfum og sjóbleikja og birtingur kominn í fæðugöngur á ósasvæðin. Það er sjálfsagt að prufa og opna einhverjar ár fyrr. Huga verður þó að veiðistjórnun og kvótasetningu. Fleiri veiðidagar auka veiðiálag og sennileg mega fæstir bleikjustofnarnir við því. Nú er veiði t.d. hafin í Hörgánni - hef svosem lítið frétt af aflabrögðum - en eitthvað hefur kroppast upp. Það verður athyglisvert að fylgjast með þróun mála þar,“ skifar Erlendur. Hann segir að ótrúlega mikill munur sé á snjómagni því „innan fjarðarins - yst í firðinum er langt í að árnar verði veiðanlegar en hér innar hafa ár verið snjólausar og veiðanlegar í einhverjar vikur.“ Þessu til staðfestingar birtir hann nokkrar myndir sem teknar voru fyrir fáum dögum og Veiðivísi var gefið góðfúslegt leyfi til að deila. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Góð veiði í Svarfaðardalsá Veiði Þverá og Kjarrá opna með látum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Hætta veiðimenn að kaupa laxveiðileyfi? Veiði