Dádýr í vondum málum Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 13:45 Dádýrið veður um vagninn Strætisvagn á hefbundinni leið sinni í Pennsilvaníu fékk óvænta heimsókn um daginn. Dádýr hljóp fyrir hann, tók undir sig myndarlegt stökk og lenti á framrúðunni. Það undarlega er að dádýrið fer óslasað að því er virðist gegnum rúðuna sem kýlist inní vagninn og í örvæntingu sinni veður dýrið um vagninn ringlað eftir áreksturinn, enda aldrei komið í strætisvagn áður. Strætisvagnabílstjórinn stöðvar vagninn eins fljótt og kostur er, en er of seinn að opna framhurðina áður en dádýrið fer aftur í vagninn og stígur þar trylltan dans. Að lokum fer þó dádýrið út um dyrnar og heilsar kunnari náttúrunni. Myndskeiði hér að ofan sýnir atburðarrásina vel. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Strætisvagn á hefbundinni leið sinni í Pennsilvaníu fékk óvænta heimsókn um daginn. Dádýr hljóp fyrir hann, tók undir sig myndarlegt stökk og lenti á framrúðunni. Það undarlega er að dádýrið fer óslasað að því er virðist gegnum rúðuna sem kýlist inní vagninn og í örvæntingu sinni veður dýrið um vagninn ringlað eftir áreksturinn, enda aldrei komið í strætisvagn áður. Strætisvagnabílstjórinn stöðvar vagninn eins fljótt og kostur er, en er of seinn að opna framhurðina áður en dádýrið fer aftur í vagninn og stígur þar trylltan dans. Að lokum fer þó dádýrið út um dyrnar og heilsar kunnari náttúrunni. Myndskeiði hér að ofan sýnir atburðarrásina vel.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira