Óskar Veiðifélagi Norðurár velfarnaðar Svavar Hávarðsson skrifar 18. maí 2013 23:59 Veiðivísir ákvað að birta uppáhalds veiðimynd Bjarna Júlíussonar með þessari frétt. Sá hinn sami datt í Norðurá í glímu sinni við fyrsta lax hörmungarsumarsins 2012. Mynd/GVA Eins og Veiðivísir sagði frá á föstudaginn þá hefur Veiðifélag Norðurár ákveðið að fela stjórn félagsins að sjá um sölu veiðileyfa sumarið 2014. Verður það gert í samvinnu við Einar Sigfússon, eiganda Haffjarðarár. Tilkynning félagsins þessa efnis er svo hljóðandi:„Félagsfundur í Veiðifélagi Norðurár ákvað að fela stjórn að sjá um sölu veiðileyfa í samvinnu við Einar Sigfússon. Ákveðið var fara þessa leið í ljósi þeirrar óvissu sem er framundan. Jafnfram verður stefnt að því að byggja upp og bæta aðstöðuna fyrir veiðimenn eftir því sem geta leyfir. Nú standa veiðiréttareigendur við Norðurá á krossgötum. Fyrir liggur að löngu samstarfi við SVFR lýkur í haust á þeim nótum sem verið hefur. Þeir hafa unnið ómælt starf við ána, bæði stjórnir og árnefndir. Stjórn Veiðifélags Norðurár vill sérstaklega þakka þeim samvinnuna í gegnum tíðina og óskar SVFR alls hins besta um ókomin ár." Veiðivísir hafði samband við Bjarna Júlíusson, formann SVFR, í tilefni fréttanna og segir Bjarni eftirfarandi í stuttu bréfi: „Við hjá SVFR erum að sjálfsögðu vonsvikin með þessi málalok verði þetta niðurstaðan. Þarna lýkur löngu og farsælu samstarfi, í bili að minnsta kosti. Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri og þakka veiðiréttareigendum við Norðurá öll þau ánægjulegu samskipti sem við höfum átt í gegnum tíðina og óskum þeim einfaldlega velfarnaðar og velgegni á þeirri leið sem þau ætla að fara. Þetta er mjög sérstakt árferði í veiðileyfasölu, ég held að staðan á íslenska veiðileyfamarkaðnum sé algerlega án fordæma. Erlendir veiðimenn hafa dregið úr komum sínum hingað og þeir íslensku halda algerlega að sér höndunum. Þessi staða staðfestir einfaldlega það sem við höfum sagt, „verð veiðileyfa er orðið alltof hátt! Verði þetta niðurstaðan, þá mun SVFR einfaldlega sinna sölu- og markaðsstarfi enn betur en áður í þeim glæsilegu ám þar sem við erum í samstarfi við veiðiréttareigendur. En enn og aftur þá óskum við Veiðifélagi Norðurár einfaldlega alls hins besta.“ svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði
Eins og Veiðivísir sagði frá á föstudaginn þá hefur Veiðifélag Norðurár ákveðið að fela stjórn félagsins að sjá um sölu veiðileyfa sumarið 2014. Verður það gert í samvinnu við Einar Sigfússon, eiganda Haffjarðarár. Tilkynning félagsins þessa efnis er svo hljóðandi:„Félagsfundur í Veiðifélagi Norðurár ákvað að fela stjórn að sjá um sölu veiðileyfa í samvinnu við Einar Sigfússon. Ákveðið var fara þessa leið í ljósi þeirrar óvissu sem er framundan. Jafnfram verður stefnt að því að byggja upp og bæta aðstöðuna fyrir veiðimenn eftir því sem geta leyfir. Nú standa veiðiréttareigendur við Norðurá á krossgötum. Fyrir liggur að löngu samstarfi við SVFR lýkur í haust á þeim nótum sem verið hefur. Þeir hafa unnið ómælt starf við ána, bæði stjórnir og árnefndir. Stjórn Veiðifélags Norðurár vill sérstaklega þakka þeim samvinnuna í gegnum tíðina og óskar SVFR alls hins besta um ókomin ár." Veiðivísir hafði samband við Bjarna Júlíusson, formann SVFR, í tilefni fréttanna og segir Bjarni eftirfarandi í stuttu bréfi: „Við hjá SVFR erum að sjálfsögðu vonsvikin með þessi málalok verði þetta niðurstaðan. Þarna lýkur löngu og farsælu samstarfi, í bili að minnsta kosti. Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri og þakka veiðiréttareigendum við Norðurá öll þau ánægjulegu samskipti sem við höfum átt í gegnum tíðina og óskum þeim einfaldlega velfarnaðar og velgegni á þeirri leið sem þau ætla að fara. Þetta er mjög sérstakt árferði í veiðileyfasölu, ég held að staðan á íslenska veiðileyfamarkaðnum sé algerlega án fordæma. Erlendir veiðimenn hafa dregið úr komum sínum hingað og þeir íslensku halda algerlega að sér höndunum. Þessi staða staðfestir einfaldlega það sem við höfum sagt, „verð veiðileyfa er orðið alltof hátt! Verði þetta niðurstaðan, þá mun SVFR einfaldlega sinna sölu- og markaðsstarfi enn betur en áður í þeim glæsilegu ám þar sem við erum í samstarfi við veiðiréttareigendur. En enn og aftur þá óskum við Veiðifélagi Norðurár einfaldlega alls hins besta.“ svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði