Fáir í opnun í frosti á Þingvöllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. maí 2013 14:21 Höfuðhylur í Elliðaánum og svæðið þar fyrir neðan leit vel út í hádeginu í dag en engir veiðimenn voru sjáanlegir. Mynd / Garðar Ekkert sást til veiðimanna í landi þjóðgarðsins þegar heimildarmaður Veiðivísis var við Þingvallavatn í hádeginu í dag. Við Elliðaár var ekki nokkur maður heldur á sama tíma. Veiðitímabilið hófst á þessum stöðum í morgun. Eflaust hefur hitastigið sett strik í reikninginn hjá mörgum. Í Reykjavík var 3 stiga frost klukkan sjö í morgun. Frostið var 4 stig á sama tíma á Þingvöllum. Þar hefur hitinn rétt náð upp í frostmark í dag. Í Reykjavík fór hitinn þó í eina gráðu klukkan tvö. Útlitið er ekki bjart hvað Þingvallavatn snertir næstu daga þar sem jafnvel er slydda í kortunum. Í Reykjavík er hins vegar von til að hitinn nái 5 gráðum eftir morgundaginn. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði
Ekkert sást til veiðimanna í landi þjóðgarðsins þegar heimildarmaður Veiðivísis var við Þingvallavatn í hádeginu í dag. Við Elliðaár var ekki nokkur maður heldur á sama tíma. Veiðitímabilið hófst á þessum stöðum í morgun. Eflaust hefur hitastigið sett strik í reikninginn hjá mörgum. Í Reykjavík var 3 stiga frost klukkan sjö í morgun. Frostið var 4 stig á sama tíma á Þingvöllum. Þar hefur hitinn rétt náð upp í frostmark í dag. Í Reykjavík fór hitinn þó í eina gráðu klukkan tvö. Útlitið er ekki bjart hvað Þingvallavatn snertir næstu daga þar sem jafnvel er slydda í kortunum. Í Reykjavík er hins vegar von til að hitinn nái 5 gráðum eftir morgundaginn.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði