Nissan Leaf leigubílar í New York Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2013 13:45 Nissan Leaf tekur sig vel út sem leigubíll í New York Eru einnig með Nissan Altima Hybrid leigubíla. Bandaríkjamenn hafa ekki verið eins móttækilegir fyrir rafmagnsbílum og er víða í öðrum löndum. New York borg hefur þó tekið fyrsta skrefið í átt að notkun þeirra með því að bæta þeim í leigubílaflota sinn. Ekki er um að ræða nema 6 Nissan Leaf bíla til að byrja með, en það er þó samt byrjunin. Bílarnir eru þannig útbúnir að hægt sé að hlaða þá á stuttum tíma, því fátt er verra en vera strandaglópur í leigubíl í miðri ferð. Nissan Leaf er mest seldi rafmagnsbíll í heimi og eru 60.000 eintök af honum í akstri um allan heim, 3.300 af þeim í Noregi. Það verður að teljast merkilegt fyrir ekki stærra land, en miklir hvatar eru til staðar þarlendis fyrir bílakaupendur að kaupa rafmagnsbíla. Í New York voru til staðar áður leigubílar af Nissan Altima Hybrid gerð, en nú skal skrefið tekið enn lengra og fyrir vikið er enginn útblástur úr nokkrum leigubílum þar í borg. Vonandi er þetta framtíðin í mörgum af þéttbýlustu og menguðustu borgum heims. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Eru einnig með Nissan Altima Hybrid leigubíla. Bandaríkjamenn hafa ekki verið eins móttækilegir fyrir rafmagnsbílum og er víða í öðrum löndum. New York borg hefur þó tekið fyrsta skrefið í átt að notkun þeirra með því að bæta þeim í leigubílaflota sinn. Ekki er um að ræða nema 6 Nissan Leaf bíla til að byrja með, en það er þó samt byrjunin. Bílarnir eru þannig útbúnir að hægt sé að hlaða þá á stuttum tíma, því fátt er verra en vera strandaglópur í leigubíl í miðri ferð. Nissan Leaf er mest seldi rafmagnsbíll í heimi og eru 60.000 eintök af honum í akstri um allan heim, 3.300 af þeim í Noregi. Það verður að teljast merkilegt fyrir ekki stærra land, en miklir hvatar eru til staðar þarlendis fyrir bílakaupendur að kaupa rafmagnsbíla. Í New York voru til staðar áður leigubílar af Nissan Altima Hybrid gerð, en nú skal skrefið tekið enn lengra og fyrir vikið er enginn útblástur úr nokkrum leigubílum þar í borg. Vonandi er þetta framtíðin í mörgum af þéttbýlustu og menguðustu borgum heims.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira