Eigendur Ford Hybrid bíla kæra vegna eyðslu bílanna Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2013 16:03 Ford C-Max Hybrid Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp. Hópur fólks í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum sem keypt hafa Hybrid, eða tvinntæknibíla frá Ford hafa höfðað mál gegn Ford vegna rangra eyðslutalna sem fyrirtækið gaf upp. Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp og að ódýrari bílar Ford sem ekki eru með tvinntækni eyði minna og því hafi kaupendurnir verið plataðir. Eigendurnir keyptu annaðhvort Ford Mondeo Hybrid eða Ford C-Max Hybrid og eru allt annað en ánægðir með þá. Skemmst er að minnast samskonar máls í tilfelli Hyundai- og Kia bíla og þar brugðust framleiðendurnir við með því að endurgreiða eigendum Hybrid bíla af þessum tveimur merkjum þann mismun sem raunveruleg og uppgefin eyðsla nam. Það kostaði Hyundai og Kia 412 milljónir dollar eða ríflega 48 milljarða króna. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent
Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp. Hópur fólks í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum sem keypt hafa Hybrid, eða tvinntæknibíla frá Ford hafa höfðað mál gegn Ford vegna rangra eyðslutalna sem fyrirtækið gaf upp. Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp og að ódýrari bílar Ford sem ekki eru með tvinntækni eyði minna og því hafi kaupendurnir verið plataðir. Eigendurnir keyptu annaðhvort Ford Mondeo Hybrid eða Ford C-Max Hybrid og eru allt annað en ánægðir með þá. Skemmst er að minnast samskonar máls í tilfelli Hyundai- og Kia bíla og þar brugðust framleiðendurnir við með því að endurgreiða eigendum Hybrid bíla af þessum tveimur merkjum þann mismun sem raunveruleg og uppgefin eyðsla nam. Það kostaði Hyundai og Kia 412 milljónir dollar eða ríflega 48 milljarða króna.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent