Stolni Malibu Tarantino úr Pulp Fiction fundinn Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2013 16:19 John Travolta undir stýri á Malibu bílnum Fannst af lögreglunni fyrir tilviljun er hún leitaði að öðrum bíl. Skömmu eftir að tökum á myndinni Pulp Fiction lauk fyrir 19 árum var bílnum þeim sem John Travolta ók í myndinni, Chevrolet Malibu árgerð 1964, stolið. Eigandi bílsins var leikstjóri myndarinnar, Quentin Tarantino. Fátt hefur spurst af honum síðan, þangað til um daginn að lögreglan fann hann fyrir tilviljun við rannsókn á öðrum bíl sömu gerðar. Komið hafði í ljós að framleiðslunúmerum bílanna hafði verið skipt, sem er þekkt aðfeð bílaþjófa. Sá sem hafði stolna bílinn undir höndum hafði keypt hann grunlaus um þjófnaðinn og hann því alls ekki sekur í málinu. Því er ekki ljóst hvort Tarantino endurheimtir bílinn, að minnsta kosti er hann ekki kominn í hendur hans enn. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent
Fannst af lögreglunni fyrir tilviljun er hún leitaði að öðrum bíl. Skömmu eftir að tökum á myndinni Pulp Fiction lauk fyrir 19 árum var bílnum þeim sem John Travolta ók í myndinni, Chevrolet Malibu árgerð 1964, stolið. Eigandi bílsins var leikstjóri myndarinnar, Quentin Tarantino. Fátt hefur spurst af honum síðan, þangað til um daginn að lögreglan fann hann fyrir tilviljun við rannsókn á öðrum bíl sömu gerðar. Komið hafði í ljós að framleiðslunúmerum bílanna hafði verið skipt, sem er þekkt aðfeð bílaþjófa. Sá sem hafði stolna bílinn undir höndum hafði keypt hann grunlaus um þjófnaðinn og hann því alls ekki sekur í málinu. Því er ekki ljóst hvort Tarantino endurheimtir bílinn, að minnsta kosti er hann ekki kominn í hendur hans enn.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent