Bílamarkaðurinn í Indlandi hrynur Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2013 16:00 Hefur vaxið um 30% á ári undanfarin ár en féll um 22,5% í mars. Gríðarhraður vöxtur bílamarkaðarins í Indlandi síðastliðin 10 ár hrundi með miklu látum síðastliðið ár. Í Indlandi gera menn upp fjárhagsárið um þessar mundir og niðurstaðan er minnkandi sala bíla um 6,7%. Það er þvert á þær væntingar sem bílaframleiðendur höfðu um markaðinn í Indlandi. Salan í mars einum var 22,5% minni en árið áður, svo tala má um mikið hrun. Á síðustu árum hefur markaðurinn vaxið um 30% á ári og undangengin ár hafa bílaframleiðendur veðjað mjög á þenna veldisvaxandi markað og sett gríðarlegt fjármagn í uppbyggingu þar. Það sem stöðvað hefur vöxtinn svo hratt nú eru háir vextir, mikil hækkun eldsneytisverðs og slæmt efnahagsástand. Afleiðingin er troðfullir sýningarsalir af bílum og barátta framleiðendanna um sem mestan afslátt á þeim. Alls ekki kræsileg staða, en stórir framleiðendur eins og Ford og Volkswagen ætla samt ekki að draga sig af markaðnum þar heldur þreyja þorrann því tækifærin eru enn til staðar í svo fjölmennu landi. Víst er þó að framleiðendurnir muni hætta við áframhaldandi fjárfestingar þar í landi og bíða átekta. Mest hrun í bílasölu hefur verið á litlum bílum en jepplingum hefur farnast betur. Í bjartsýniskasti bílaframleiðendanna voru spár um 9 milljón bíla sölu árið 2020 frá 2 milljón bíla sölu nú og fjárfestingar miðuðu við það. Hætt er við að þær spár verði endurskoðaðar. Þeim bílasala sem farnast hefur verst er heimafyrirtækið Tata og hefur sala þeirra fallið um 30% og sala hins ofuródýra Tata Nano bílsins sem sigra átti heiminn algerlega hrunið. Það er eins gott að Tata á Jaguar/Land Rover, sem gengur mjög vel þessa dagana. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Hefur vaxið um 30% á ári undanfarin ár en féll um 22,5% í mars. Gríðarhraður vöxtur bílamarkaðarins í Indlandi síðastliðin 10 ár hrundi með miklu látum síðastliðið ár. Í Indlandi gera menn upp fjárhagsárið um þessar mundir og niðurstaðan er minnkandi sala bíla um 6,7%. Það er þvert á þær væntingar sem bílaframleiðendur höfðu um markaðinn í Indlandi. Salan í mars einum var 22,5% minni en árið áður, svo tala má um mikið hrun. Á síðustu árum hefur markaðurinn vaxið um 30% á ári og undangengin ár hafa bílaframleiðendur veðjað mjög á þenna veldisvaxandi markað og sett gríðarlegt fjármagn í uppbyggingu þar. Það sem stöðvað hefur vöxtinn svo hratt nú eru háir vextir, mikil hækkun eldsneytisverðs og slæmt efnahagsástand. Afleiðingin er troðfullir sýningarsalir af bílum og barátta framleiðendanna um sem mestan afslátt á þeim. Alls ekki kræsileg staða, en stórir framleiðendur eins og Ford og Volkswagen ætla samt ekki að draga sig af markaðnum þar heldur þreyja þorrann því tækifærin eru enn til staðar í svo fjölmennu landi. Víst er þó að framleiðendurnir muni hætta við áframhaldandi fjárfestingar þar í landi og bíða átekta. Mest hrun í bílasölu hefur verið á litlum bílum en jepplingum hefur farnast betur. Í bjartsýniskasti bílaframleiðendanna voru spár um 9 milljón bíla sölu árið 2020 frá 2 milljón bíla sölu nú og fjárfestingar miðuðu við það. Hætt er við að þær spár verði endurskoðaðar. Þeim bílasala sem farnast hefur verst er heimafyrirtækið Tata og hefur sala þeirra fallið um 30% og sala hins ofuródýra Tata Nano bílsins sem sigra átti heiminn algerlega hrunið. Það er eins gott að Tata á Jaguar/Land Rover, sem gengur mjög vel þessa dagana.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira