95 bíla árekstur í Virginia-fylki Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2013 19:17 Þrír létust og á þriðju tug fólks slaðaðist. Þoka á þjóðvegum hefur leikið margan ökumanninn grátt en sjaldan svo illa sem í gær við landamæri Virginíu- og Norður-Karolínufylkis. Þar lentu 95 bílar í einkar ljótri stöppu og kviknaði í mörgum þeirra í kjölfarið. Á nokkrum frétta- og bílavefjum í Bandaríkjunum voru birt heilræði til ökumanna sem lenda í þoku á ferð sinni. Nokkur þeirra eru ítrekuð hér: Hafið aðalljósin kveikt, en alls ekki háu ljósin því þau hindra sýn ökumanna í þoku. Hægið ferðina og gefið ökuhraðanum gaum því þoka villir sýn á ökuhraða og margir halda að þeir aki hægar en þeir raunverulega gera. Hlustið á umferðina og opnið glugga til að heyra betur í henni. Notið málaðar veglínur í hægri kanti til að vísa leið, en ekki afturljós næsta bíls fyrir framan. Sýnið biðlund og ekki fara fram úr öðrum bílum. Ekki stoppa við vegkant. Ef bíllinn bilar, slökkvið á ljósum og ekki standa á bremsunni eða setja í handbremsu. Yfirgefið bílinn til að komast hjá hættu. Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent
Þrír létust og á þriðju tug fólks slaðaðist. Þoka á þjóðvegum hefur leikið margan ökumanninn grátt en sjaldan svo illa sem í gær við landamæri Virginíu- og Norður-Karolínufylkis. Þar lentu 95 bílar í einkar ljótri stöppu og kviknaði í mörgum þeirra í kjölfarið. Á nokkrum frétta- og bílavefjum í Bandaríkjunum voru birt heilræði til ökumanna sem lenda í þoku á ferð sinni. Nokkur þeirra eru ítrekuð hér: Hafið aðalljósin kveikt, en alls ekki háu ljósin því þau hindra sýn ökumanna í þoku. Hægið ferðina og gefið ökuhraðanum gaum því þoka villir sýn á ökuhraða og margir halda að þeir aki hægar en þeir raunverulega gera. Hlustið á umferðina og opnið glugga til að heyra betur í henni. Notið málaðar veglínur í hægri kanti til að vísa leið, en ekki afturljós næsta bíls fyrir framan. Sýnið biðlund og ekki fara fram úr öðrum bílum. Ekki stoppa við vegkant. Ef bíllinn bilar, slökkvið á ljósum og ekki standa á bremsunni eða setja í handbremsu. Yfirgefið bílinn til að komast hjá hættu.
Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent