Sebastian Loeb í Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2013 13:15 Fetar með því í fótspor Ari Vatanen sem sigraði árið 1988 á Peugeot bíl. Margfaldi heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastian Loeb ætlar þetta árið að taka þátt í hinni goðsagnarkenndu aksturskeppni Pikes Peak Hill Climb, þar sem ökumenn klifra upp samnefnt fjall í Colorado í Bandaríkjunum. Leiðin er um 20 kílómetra löng og hækkunin 1.440 metrar og endar í 4.300 metra hæð. Það skemmtilega við þessa keppni, öndvert við margar aðrar aksturskeppnir er það að þar eru engar takmarkanir á þátttökubílum, nema hvað varðar öryggismál. Því geta þeir verið eins öflugir og skaparar þeirra óska og með eins stórar vindskeiðar og tæknibúnað og ímyndunaflið og fjármagn leyfir. Sebastian Loeb mun aka Peugeot 208 T16 og má búast við ógnarafli í honum, fjölda vindskeiða og öllum þeim tæknibúnaði sem finnst í vopnabúri Peugeot og víðar. Sebastian Loeb fer með þátttöku sinni í ár í fótspor annars mjög þekkts rallökumanns, Ari Vatanen sem sló hraðametið í keppninni árið 1988 á Peugeot 405 Turbo 16 GR. Full ástæða er til þess að ryfja upp þá ferð Vatanen með myndskeiðinu hér að ofan, en þar sést hann dansa milli vegkantanna með mörg hundruð metra fall fyrir neðan sig og tefla á tvær hættur í hverri beygju. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Fetar með því í fótspor Ari Vatanen sem sigraði árið 1988 á Peugeot bíl. Margfaldi heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastian Loeb ætlar þetta árið að taka þátt í hinni goðsagnarkenndu aksturskeppni Pikes Peak Hill Climb, þar sem ökumenn klifra upp samnefnt fjall í Colorado í Bandaríkjunum. Leiðin er um 20 kílómetra löng og hækkunin 1.440 metrar og endar í 4.300 metra hæð. Það skemmtilega við þessa keppni, öndvert við margar aðrar aksturskeppnir er það að þar eru engar takmarkanir á þátttökubílum, nema hvað varðar öryggismál. Því geta þeir verið eins öflugir og skaparar þeirra óska og með eins stórar vindskeiðar og tæknibúnað og ímyndunaflið og fjármagn leyfir. Sebastian Loeb mun aka Peugeot 208 T16 og má búast við ógnarafli í honum, fjölda vindskeiða og öllum þeim tæknibúnaði sem finnst í vopnabúri Peugeot og víðar. Sebastian Loeb fer með þátttöku sinni í ár í fótspor annars mjög þekkts rallökumanns, Ari Vatanen sem sló hraðametið í keppninni árið 1988 á Peugeot 405 Turbo 16 GR. Full ástæða er til þess að ryfja upp þá ferð Vatanen með myndskeiðinu hér að ofan, en þar sést hann dansa milli vegkantanna með mörg hundruð metra fall fyrir neðan sig og tefla á tvær hættur í hverri beygju.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent