Dísilbílar sækja á vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2013 12:15 Audi A7 er einn þeirra bíla sem boðinn er í Bandaríkjunum dísildrifinn. Þýsku bílaframleiðendurnir keppast við að kynna dísilbíla fyrir Bandaríkjamönnum. Bílakaupendur í Bandaríkjunum eru í sífellt meira mæli að átta sig á kostum dísilvéla og kaupa þá sem aldrei fyrr. Fara þar bílar þýsku framleiðendanna fremstir í flokki því sala dísildrifinna bíla frá Audi, BMW, Benz, Porsche og Volkswagen hefur vaxið mjög hratt undanfarið. Skýrir það að stórum hluta söluaukningu þeirra í Bandaríkjunum. Hafa þessir framleiðendur kynnt marga nýja dísildrifna bíla sína fyrir kaupendum þar vestra og lítil eyðsla þeirra hefur heillað kaupendur. Telja stjórnendur þýsku framleiðendanna að innan tíðar verði allar þeirra gerðir bíla sem drifnir eru af dísilolíu og boðnar í Evrópu einnig í boði í Bandaríkjunum. Helsta ástæða þess er krafa yfirvalda um lækkun eyðslu og ómögulegt sé að ná þeim kröfum án þess að bjóða dísilbíla. Audi er að kynna bílana A8, A7 og A5 á bandaríska markaðnum og Porsche einnig Cayenne Diesel. Hjá Volkswagen var 82% allra seldra Jetta bíla vestanhafs í fyrra dísildrifnir. Vandinn við að kaupa dísilbíl í Bandaríkjunum er þó enn sá að dísilolía er alls ekki seld á öllum eldsneytisstöðvum og það óttast kaupendur. Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent
Þýsku bílaframleiðendurnir keppast við að kynna dísilbíla fyrir Bandaríkjamönnum. Bílakaupendur í Bandaríkjunum eru í sífellt meira mæli að átta sig á kostum dísilvéla og kaupa þá sem aldrei fyrr. Fara þar bílar þýsku framleiðendanna fremstir í flokki því sala dísildrifinna bíla frá Audi, BMW, Benz, Porsche og Volkswagen hefur vaxið mjög hratt undanfarið. Skýrir það að stórum hluta söluaukningu þeirra í Bandaríkjunum. Hafa þessir framleiðendur kynnt marga nýja dísildrifna bíla sína fyrir kaupendum þar vestra og lítil eyðsla þeirra hefur heillað kaupendur. Telja stjórnendur þýsku framleiðendanna að innan tíðar verði allar þeirra gerðir bíla sem drifnir eru af dísilolíu og boðnar í Evrópu einnig í boði í Bandaríkjunum. Helsta ástæða þess er krafa yfirvalda um lækkun eyðslu og ómögulegt sé að ná þeim kröfum án þess að bjóða dísilbíla. Audi er að kynna bílana A8, A7 og A5 á bandaríska markaðnum og Porsche einnig Cayenne Diesel. Hjá Volkswagen var 82% allra seldra Jetta bíla vestanhafs í fyrra dísildrifnir. Vandinn við að kaupa dísilbíl í Bandaríkjunum er þó enn sá að dísilolía er alls ekki seld á öllum eldsneytisstöðvum og það óttast kaupendur.
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent