Lög um hreinna bensín í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2013 10:30 Heilnæmara verður að anda í Bandaríkjunum frá og með 2017 Innihald brennisteins skal minnka þrefalt og önnur hættuleg efni skerðast mikið. Í Bandaríkjunum hafa verið sett lög sem taka gildi árið 2017 og kveða á um skaðlausara efnainnihald í bensíni. Þegar lögin taka gildi verður bensín allra framleiðenda að innihalda þrisvar sinnum minna af brennisteini en nú. Algengt er að brennisteinn sé nú 30 hlutar af milljón, en það má að hámarki vera 10 partar við gildistöku laganna. Umhverfisstofan bandaríska, Environmental Protection Agency (EPA), segir að þessi lög komi í veg fyrir dauða 2.400 Bandaríkjamanna á ári og 23.000 færri börn muni þjást af lasleika í öndunarfærum. Nákvæmir eru þeir í reikningi þar vestra. Innihald annarra rokgjarnra efna, lífrænnra efnasambanda og köfnunarefnisoxíðs skal einnig minnka um 80% og efnin benzene og butadiene þurfa að minnka um 40%. Lögin munu gilda fyrir öll fylki Bandaríkjanna eftir fjögur ár en í dag eru þessi lög í gildi í Kaliforníu. Eldsneytisframleiðendur segja að gildistaka laganna muni hækka bensín um 9 sent á hvert gallon, eða 2-3 krónur á lítra. EPA vill þó meina að framleiðendur ofmeti kostnaðinn tífalt. Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent
Innihald brennisteins skal minnka þrefalt og önnur hættuleg efni skerðast mikið. Í Bandaríkjunum hafa verið sett lög sem taka gildi árið 2017 og kveða á um skaðlausara efnainnihald í bensíni. Þegar lögin taka gildi verður bensín allra framleiðenda að innihalda þrisvar sinnum minna af brennisteini en nú. Algengt er að brennisteinn sé nú 30 hlutar af milljón, en það má að hámarki vera 10 partar við gildistöku laganna. Umhverfisstofan bandaríska, Environmental Protection Agency (EPA), segir að þessi lög komi í veg fyrir dauða 2.400 Bandaríkjamanna á ári og 23.000 færri börn muni þjást af lasleika í öndunarfærum. Nákvæmir eru þeir í reikningi þar vestra. Innihald annarra rokgjarnra efna, lífrænnra efnasambanda og köfnunarefnisoxíðs skal einnig minnka um 80% og efnin benzene og butadiene þurfa að minnka um 40%. Lögin munu gilda fyrir öll fylki Bandaríkjanna eftir fjögur ár en í dag eru þessi lög í gildi í Kaliforníu. Eldsneytisframleiðendur segja að gildistaka laganna muni hækka bensín um 9 sent á hvert gallon, eða 2-3 krónur á lítra. EPA vill þó meina að framleiðendur ofmeti kostnaðinn tífalt.
Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent