Hendrikka Waage sendir frá sér heimilislínu 11. mars 2013 16:45 Hendrikka Waage er þekkt fyrir skartgripahönnun sína. Mynd/hendrikkawaage.com Skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage hefur sent frá sér heimilislínu, púðalínurnar Menningarminja og Sóldán en hún hannaði einnig hálsfestar í stíl við Sóldán-línuna. Menningarminja-púðar Hendrikku Waage er gerð úr íburðarmiklu flaueli og silki en innblásturinn að henni er mikilfengleiki breska heimsveldisins. Línan er gerð úr vönduðum efnum sem eru hönnuð til að prýða og bæta við heimilið. Innblásturinn fyrir Sóldán-línuna fékk Hendrikka frá skrautlegum höfuðbúnaði soldána Ottóman-veldisins. Í línunni eru púðar og hálsfestar, frjálslega skreytt með skúfum sem kalla fram löngu liðinn tíma. Púðarnir eru úr flaueli og silki í litríkum og margbrotnum mynstrum og er frágangurinn á hornunum á þeim í flæðandi brúskum. Hálsfestarnar hafa yfir sér ríkmannlegt yfirbragð og verða fáanlegar í mörgum litum og útgáfum og þekkjast á litríkum skúfunum sem fara vel við hönnun púðanna. Soldánarnir réðu ríkjum í Ottóman-veldinu, Tyrklandi nútímans, og klæddust íburðarmiklum og skrautlegum skikkjum með miklum höfuðbúnaði og skrautlegum skúfum. Hendrikka Waage hefur nýtt sér það sem innblástur til að skapa íburðarmikla línu púða og hálsfesta fyrir heimilið. Báðar línur Hendrikku Waage verða til sýnis í Atmo Laugavegi 91 á HönnunarMars dagana 14.-17. mars.Soldán hálsfestarnar hafa yfir sér ríkmannlegt yfirbragð og verða fáanlegar í mörgum litum og útgáfum.Innblásturinn að baki Menningarminja-púðalínunnar er mikilfengleiki breska heimsveldisins.Púði úr línunni Sóldán. HönnunarMars Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage hefur sent frá sér heimilislínu, púðalínurnar Menningarminja og Sóldán en hún hannaði einnig hálsfestar í stíl við Sóldán-línuna. Menningarminja-púðar Hendrikku Waage er gerð úr íburðarmiklu flaueli og silki en innblásturinn að henni er mikilfengleiki breska heimsveldisins. Línan er gerð úr vönduðum efnum sem eru hönnuð til að prýða og bæta við heimilið. Innblásturinn fyrir Sóldán-línuna fékk Hendrikka frá skrautlegum höfuðbúnaði soldána Ottóman-veldisins. Í línunni eru púðar og hálsfestar, frjálslega skreytt með skúfum sem kalla fram löngu liðinn tíma. Púðarnir eru úr flaueli og silki í litríkum og margbrotnum mynstrum og er frágangurinn á hornunum á þeim í flæðandi brúskum. Hálsfestarnar hafa yfir sér ríkmannlegt yfirbragð og verða fáanlegar í mörgum litum og útgáfum og þekkjast á litríkum skúfunum sem fara vel við hönnun púðanna. Soldánarnir réðu ríkjum í Ottóman-veldinu, Tyrklandi nútímans, og klæddust íburðarmiklum og skrautlegum skikkjum með miklum höfuðbúnaði og skrautlegum skúfum. Hendrikka Waage hefur nýtt sér það sem innblástur til að skapa íburðarmikla línu púða og hálsfesta fyrir heimilið. Báðar línur Hendrikku Waage verða til sýnis í Atmo Laugavegi 91 á HönnunarMars dagana 14.-17. mars.Soldán hálsfestarnar hafa yfir sér ríkmannlegt yfirbragð og verða fáanlegar í mörgum litum og útgáfum.Innblásturinn að baki Menningarminja-púðalínunnar er mikilfengleiki breska heimsveldisins.Púði úr línunni Sóldán.
HönnunarMars Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira