Brad Pitt í kínverskri Cadillac auglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2013 09:47 Líður um á amerísku töfrateppi undir væminni tónlist. Fyrir margt löngu stóð leikarinn Brad Pitt fyrir ímynd meinlætamanns í myndinni Fight Club, þess sem hafði óbeit á efnishyggju og glamúr, en var reyndar mest fyrir slagsmál . Það eru ekki beint þau skilaboð sem hann sendir frá sér hér er hann ekur um í Cadillac drossíu. Ekki hefur Brad Pitt oft sést í jafn væmnum aðstæðum og hér og sannarlega kemur á óvart að hann skuli ljá hörkulega ímynd sína til verkefnis sem þessa. Sjónvarpsauglýsingin er kínversk en samt er ökuferð Pitt um San Fransisco borg. Hætt er við því að þessi bíll sem hann ekur þarna myndi alls ekki duga honum og hans fjölskyldu, sá bíll þyrfti að vera meira í ætt við rútu. Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent
Líður um á amerísku töfrateppi undir væminni tónlist. Fyrir margt löngu stóð leikarinn Brad Pitt fyrir ímynd meinlætamanns í myndinni Fight Club, þess sem hafði óbeit á efnishyggju og glamúr, en var reyndar mest fyrir slagsmál . Það eru ekki beint þau skilaboð sem hann sendir frá sér hér er hann ekur um í Cadillac drossíu. Ekki hefur Brad Pitt oft sést í jafn væmnum aðstæðum og hér og sannarlega kemur á óvart að hann skuli ljá hörkulega ímynd sína til verkefnis sem þessa. Sjónvarpsauglýsingin er kínversk en samt er ökuferð Pitt um San Fransisco borg. Hætt er við því að þessi bíll sem hann ekur þarna myndi alls ekki duga honum og hans fjölskyldu, sá bíll þyrfti að vera meira í ætt við rútu.
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent