Helgarmaturinn - Alvöru quesadillas 15. mars 2013 11:45 Halla Heimisdóttir, íþrótta- og lýðheilsu-fræðingur. Halla Heimisdóttir, íþrótta- og lýðheilsu-fræðingur, byrjar helgina stundum á þessum bragðgóða rétti. Alvöru quesadillas 8 tortillakökur, grófar 2 kjúklingabringur, steiktar eða grillaðar 2 rauðlaukar 3 hvítlauksgeirar 3 paprikur 1 stór kúrbítur Ólífuolía til að steikja upp úr 1 dl sýrður rjómi 2 stk. tómatar Jalapeño ef vill Ostur ef vill Skerið rauðlaukinn í sneiðar og hvítlaukinn smátt og steikið upp úr ólífuolíu á pönnu. Skellið síðan niðurskorinni papriku, sveppum og kúrbít á pönnuna og steikið í um 4 mín. Kryddið með sjávarsalti og pipar. Gvakamole – geggjað 3 msk. sítrónusafi 1 lítill skalottlaukur 1 niðurskorinn hvítlaukur 3 avókadó, steinhreinsuð og afhýdd ¼ búnt ferskt kóríander Fyrstu fjórum innihaldsefnunum skellt í blandara og blandað létt saman til að fá laukinn fínskorinn, afganginum síðan bætt við og blandað vel saman. Hitið tortillu á pönnu og smyrjið með sýrðum rjóma og setjið steikta grænmetið ofan á ásamt kjúklingnum. Skerið tómata í sneiðar og bætið þeim ásamt jalapeño ofan á grænmetið ásamt gvakamole „to die for" og osti. Lokið með annarri tortillu og snúið á hina hliðina til að bræða ostinn og brúna. Borið fram með gvakamole „to die for", sýrðum rjóma og klettasalati. Partýréttir Uppskriftir Vefjur Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið
Halla Heimisdóttir, íþrótta- og lýðheilsu-fræðingur, byrjar helgina stundum á þessum bragðgóða rétti. Alvöru quesadillas 8 tortillakökur, grófar 2 kjúklingabringur, steiktar eða grillaðar 2 rauðlaukar 3 hvítlauksgeirar 3 paprikur 1 stór kúrbítur Ólífuolía til að steikja upp úr 1 dl sýrður rjómi 2 stk. tómatar Jalapeño ef vill Ostur ef vill Skerið rauðlaukinn í sneiðar og hvítlaukinn smátt og steikið upp úr ólífuolíu á pönnu. Skellið síðan niðurskorinni papriku, sveppum og kúrbít á pönnuna og steikið í um 4 mín. Kryddið með sjávarsalti og pipar. Gvakamole – geggjað 3 msk. sítrónusafi 1 lítill skalottlaukur 1 niðurskorinn hvítlaukur 3 avókadó, steinhreinsuð og afhýdd ¼ búnt ferskt kóríander Fyrstu fjórum innihaldsefnunum skellt í blandara og blandað létt saman til að fá laukinn fínskorinn, afganginum síðan bætt við og blandað vel saman. Hitið tortillu á pönnu og smyrjið með sýrðum rjóma og setjið steikta grænmetið ofan á ásamt kjúklingnum. Skerið tómata í sneiðar og bætið þeim ásamt jalapeño ofan á grænmetið ásamt gvakamole „to die for" og osti. Lokið með annarri tortillu og snúið á hina hliðina til að bræða ostinn og brúna. Borið fram með gvakamole „to die for", sýrðum rjóma og klettasalati.
Partýréttir Uppskriftir Vefjur Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið