Leita glæstra fornbíla 19. mars 2013 12:30 Er dýrgripur inni í skúr eða skemmu hjá þér? Finnur Thorlacius bílablaðamaður og Sigurjón Ragnar ljósmyndari gera nú mikla leit að dýrgripum í flokki fornbíla Íslendinga. Ætlunin er að gera þeim verðug skil í sannkallaðri glæsibók sem kemur út hjá Veröld í haust. Vitað er að í skúrum og skemmum víða um land leynast ýmsir gullmolar frá fyrri tíð, jafnt amerískir kaggar sem evrópskar drossíur. Eigendur glæstra fornbíla eru eindregið hvattir til að láta vita af sjálfrennireiðum sínum í netfangið fornbilar@verold.is en þær verða myndaðar sérstaklega fyrir bókina við bestu aðstæður. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í póstinum eru tegund og undirtegund, árgerð, eigendaskrá, eftir því sem kostur er, ásamt núverandi ástandi. Þá þarf að fylgja með nafn núverandi eiganda og farsímanúmer. Aðeins verða teknir með í bókina fornbílar sem eru í góðu ásigkomulagi. Samkvæmt lögum eru þær bifreiðar fornbílar sem orðnar eru 25 ára gamlar. Stefnt er að því að myndatökur hefjist um miðjan apríl, svo tíminn til að senda inn upplýsingar er takmarkaður. Finnur Thorlacius hefur skrifað um bíla og önnur ökutæki um langt árabil, fyrst í Morgunblaðið en síðar hjá Vísi og Fréttablaðinu og reynsluekið fleiri bílum en hann kærir sig um að muna. Sigurjón Ragnar hefur um tveggja áratuga skeið verið afkastamikill ljósmyndari, bæði á Íslandi og erlendis, og myndað fyrirsætur, jafnt sem knattspyrnustjörnur – og bíla. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Er dýrgripur inni í skúr eða skemmu hjá þér? Finnur Thorlacius bílablaðamaður og Sigurjón Ragnar ljósmyndari gera nú mikla leit að dýrgripum í flokki fornbíla Íslendinga. Ætlunin er að gera þeim verðug skil í sannkallaðri glæsibók sem kemur út hjá Veröld í haust. Vitað er að í skúrum og skemmum víða um land leynast ýmsir gullmolar frá fyrri tíð, jafnt amerískir kaggar sem evrópskar drossíur. Eigendur glæstra fornbíla eru eindregið hvattir til að láta vita af sjálfrennireiðum sínum í netfangið fornbilar@verold.is en þær verða myndaðar sérstaklega fyrir bókina við bestu aðstæður. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í póstinum eru tegund og undirtegund, árgerð, eigendaskrá, eftir því sem kostur er, ásamt núverandi ástandi. Þá þarf að fylgja með nafn núverandi eiganda og farsímanúmer. Aðeins verða teknir með í bókina fornbílar sem eru í góðu ásigkomulagi. Samkvæmt lögum eru þær bifreiðar fornbílar sem orðnar eru 25 ára gamlar. Stefnt er að því að myndatökur hefjist um miðjan apríl, svo tíminn til að senda inn upplýsingar er takmarkaður. Finnur Thorlacius hefur skrifað um bíla og önnur ökutæki um langt árabil, fyrst í Morgunblaðið en síðar hjá Vísi og Fréttablaðinu og reynsluekið fleiri bílum en hann kærir sig um að muna. Sigurjón Ragnar hefur um tveggja áratuga skeið verið afkastamikill ljósmyndari, bæði á Íslandi og erlendis, og myndað fyrirsætur, jafnt sem knattspyrnustjörnur – og bíla.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira