Top Gear móðgar enn einn hópinn Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2013 11:00 Birti mynd af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir og móðgaði með því PETA. Listinn yfir fólk, samtök og heilu þjóðirnar sem Jeremy Clarkson úr Top Gear hefur móðgað í þáttunum gegnum tíðina virðist endalaus. Á honum eru Mexíkó, kristnir, Múslimar, ríkisstjórn Rúmeníu, umhverfissinnar, konur, Pólland, Skotland, skátar, Kaþólikkar, Tesla, Englendingar, fjölskylduráðgjafar, stéttarfélög, Indverjar, Walesverjar, fatlaðir, krabbameinssjúkir, blökkumenn, bandaríska þjóðin og tölvuhakkarar. En nú hefur Clarkson bætt einum samtökum á þennan lista, þ.e. PETA dýraverndunarsamtökunum, sem eru reyndar nokkuð auðmóðguð. Samtökin hafa fordæmt mynd sem Clarkson setti á Twitter af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir við þáttagerð Top Gear í Rússlandi. Líklega mun annar hópur fólks einnig vera sármóðgaður yfir annarri mynd sem Clarkson setti á Twitter. Á henni sést borð þakið glösum, öskubakki og logandi sígaretta. Sá hópur sem gæti móðgast yfir þessu er þá væntanlega baráttuhópur fyrir því að borð séu notuð undir mat og að fólk eigi rétt á því að borða og drekka án sígarettureyks. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Birti mynd af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir og móðgaði með því PETA. Listinn yfir fólk, samtök og heilu þjóðirnar sem Jeremy Clarkson úr Top Gear hefur móðgað í þáttunum gegnum tíðina virðist endalaus. Á honum eru Mexíkó, kristnir, Múslimar, ríkisstjórn Rúmeníu, umhverfissinnar, konur, Pólland, Skotland, skátar, Kaþólikkar, Tesla, Englendingar, fjölskylduráðgjafar, stéttarfélög, Indverjar, Walesverjar, fatlaðir, krabbameinssjúkir, blökkumenn, bandaríska þjóðin og tölvuhakkarar. En nú hefur Clarkson bætt einum samtökum á þennan lista, þ.e. PETA dýraverndunarsamtökunum, sem eru reyndar nokkuð auðmóðguð. Samtökin hafa fordæmt mynd sem Clarkson setti á Twitter af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir við þáttagerð Top Gear í Rússlandi. Líklega mun annar hópur fólks einnig vera sármóðgaður yfir annarri mynd sem Clarkson setti á Twitter. Á henni sést borð þakið glösum, öskubakki og logandi sígaretta. Sá hópur sem gæti móðgast yfir þessu er þá væntanlega baráttuhópur fyrir því að borð séu notuð undir mat og að fólk eigi rétt á því að borða og drekka án sígarettureyks.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira